Verzlunarskólanemendur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna
Á þriðjudaginn fór fram afhending viðurkenninga til þeirra sem voru í efstu sætum keppninnar en þeir nemendur hafa nú þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram í mars. Verzlunarskólinn átti 7 fulltrúa í þessum hópi en þeir eru
Neðra stig (1. ár):
Arna Eiríksdóttir, 1U
Jón Hákon Garðarsson, 1X
Jónas Ingi Þórisson, 1U
Kristófer Fannar Björnsson, 1V
Svanberg Addi Stefánsson , 1D
Efra stig (2.-4. ár):
Bjarki Sigurjónsson, 2X
Jón Haukur Sigurðarson, 2E
Í tilefni keppninnar stóð vísindafélag Verzlunarskólans fyrir undirbúningstímum í september en þar gafst nemendum skólans kostur á að kynnast keppninni og spreyta sig á þrautum undir leiðsögn kennara.
Um leið og við óskum okkar fulltrúum til hamingju með árangurinn viljum við benda á heimasíðu keppninnar, www.stae.is/stak en þar geta áhugasamir m.a. fundið frekari upplýsingar um úrslitin og spreytt sig á þrautum sem hafa verið lagðar fyrir í keppninni frá 1984.