13. apr. 2022

Verzlunarskóli Íslands auglýsir lausar stöður kennara fyrir skólaárið 2022-2023

Kennari í íslensku
Auglýst er eftir kennara í 100% starf í íslensku.

Kennari í viðskiptagreinum
Auglýst er eftir kennara í 100% starf í viðskiptagreinum.

Hæfnikröfur:

  • Háskólapróf í viðkomandi greinum.
  • Kennsluréttindi.
  • Reynsla af kennslu í framhaldsskóla er kostur.

Við bjóðum:

  • Góða vinnuaðstöðu.
  • Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri. Umsóknarfrestur er til 25. apríl og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is

Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1000 nemendur. Skólinn er bekkjarskóli. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starf sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið.

 

 

Fréttasafn