09.10.2025 Verzlunarskóli Íslands fagnar 120 ára afmæli Verzlunarskóli Íslands fagnar 120 ára afmæli fimmtudaginn 16. október 2025. Af því tilefni býður skólinn núverandi og fyrrverandi nemendum og starfsfólki í kaffi og afmælisköku í skólanum frá kl. 16:00–18:00. Þetta er tilvalin stund til að hittast, rifja upp góðar minningar og njóta samverunnar .