16.05.2025 Verzlunarskóli Íslands hlýtur Grænfánann í fjórða sinn Mánudaginn 19. maí kl. 10.00 mun Verzlunarskóli Íslands taka á móti Grænfánanum í fjórða sinn, en Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning á góðum árangri í umhverfismálum. Í tilefni dagsins verður fáninn dreginn að húni við nemendastæðin, nánar tiltekið við inngang C. Við erum stolt af því að taka á móti Grænfánanum í fjórða sinn og hvetjum nemendur eindregið til að mæta.