Verzlunarskóli Íslands orðinn UNESCO-skóli

Verzlunarskóli Íslands er nú orðinn UNESCO- skóli. Nemendur á 1. ári unnu nýverið þróunarverkefni um heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun. Verkefnið var samþætt fjórum námsgreinum, ensku, hagfræði, íslensku og tölvunotkun.

Verkefnið var sett af stað með fyrirlestri frá Kristrúnu Maríu Heiðberg, verkefnastjóra UNESCO-skóla þar sem hún fjallaði um heimsmarkmiðin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra heimsótti einnig nemendahópinn þegar verkefnið var komið lengra af stað og ræddi meðal annars um menntun og heimsmarkmiðin.

UNESCO-skólarnir á Íslandi eru orðnir 16. talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og níu framhaldsskólar. Skólarnir leggja áherslu á heimsmarkmiðin, starfsemi SÞ, alþjóðasamvinnu og frið og mannréttindi.

Aðrar fréttir