Verzlunarskólinn hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

Verzlunarskóli Íslands hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 en viðurkenningin er veitt þeim þátttakendum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn á árlegri viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, þar sem 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög fengu viðurkenningu fyrir að ná fram jafnrétti í efsta stjórnendalagi. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að tryggja 40/60 kynjahlutfall á þessum sviðum.

Aðrar fréttir