Verzlunarskólinn í samstarfi við framhaldsskólann Hello

Verzlunarskóli Íslands hefur hafið samstarf við tékkneska framhaldsskólanum Hello  og mun taka þátt í verkefninu Stafræn tækni án landamæra með áherslu á nemendaskipti og „starfskyggingu“ milli kennara. Fimmtán nemendur úr 2S taka þátt í verkefninu ásamt þremur kennurum.

Meginmarkmið verkefnisins er að miðla nýrri aðferðafræði við kennslu erlendra tungumála og félagsvísinda með notkun stafrænnar tækni. Skólarnir sem taka þátt í verkefnum líta á stafræna þekkingu nemenda og kennara sem forgangsverkefni og sjá því mikla möguleika í alþjóðlegu samstarfi. Verzlunarskóli Íslands er reyndari samstarfsaðilinn á sviði stafrænnar tækni og mun veita erlendum samstarfsaðila sínum stuðning og sérfræðiráðgjöf.

Tékkneski skólinn mun einnig leggja sitt af mörkum til samstarfsins með þekkingu og reynslu sem aflað er með beitingu stafrænnar tækni í kennslu. Lokaafurð verkefnisins verður handbók um kennsluhugmyndir, verkefni, kennarasmiðjur og nemendakynningar.

Aðrar fréttir