19.05.2025 Verzlunarskólinn tekur við Grænfánanum Í dag tók Verzlunarskóli Íslands við Grænfánanum í fjórða sinn. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir árangursríkt starf í þágu umhverfisins. Fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd, Þorkell Diego, Margrét Auðunsdóttir og Rut Tómasdóttir tóku á móti fánanum fyrir hönd Verzlunarskólans úr hendi Sigurlaugar Arnardóttur verkefnastjóra menntateymis Landverndar. Að afhendingu lokinni var fáninn dreginn að húni og lék sólin við gesti þennan fallega sumardag. Að fá Grænfánann í fjórða sinn er staðfesting á því að markvisst og árangursríkt starf hefur átt sér stað á undanförnum árum og hvatning til að halda áfram að efla sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í anda Umhverfisstefnu Verzlunarskóla Íslands.