16. ágú. 2021

Vestnorræna ævintýrið heldur áfram – NGK bekkir í þremur löndum!

Í upphafi skólaárs eru þrír Norður- Atlantshafsbekkir að hefja nám í þremur löndum. Nemendur á fyrsta ári eru í Gribskov menntaskólanum, í Danmörku. Nemendur á öðru ári eru í Færeyjum í Miðnám menntaskólanum í Kambsdal og nemendur á þriðja og á lokaárinu eru í GUX menntaskólanum í Sisimiut á Grænlandi (66,9¨norður!). Þeir flottu frumherjar verða fyrstu NGK stúdentarnir í júní 2022.

Nemendur eru allir klárir í slaginn og tilbúnir í nýjar áskoranir. Faraldurinn hefur vissulega sett strik í reikninginn hjá þeim eins og öðrum nemendum en nú er horft til betri tíma í því og þetta samstarf er mjög lærdómsríkt og spennandi og mun stuðla að öflugri tengslum milli landanna til frambúðar á menntasviðinu.

Annað árið sem er núna í Færeyjum kemur svo til okkar í Versló í janúar og við erum mjög spennt að taka á móti nýjum hópi, reynslunni ríkari eftir fyrstu umferðina síðastliðna önn. Við óskum öllum þessum flottu krökkum velfarnaðar og hlökkum til með fylgjast með og kynnast þeim öllum betur! 

Fréttasafn