Vísindaráðstefna VÍ

Í hádeginu í dag var Vísindaráðstefna Verzlunarskóla Íslands sett á Marmaranum þar sem nemendur kynntu niðurstöður rannsókna sem þau hafa unnið í tengslum við áfangann LÍF303. Að vísindaráðstefnunni standa nemendur í 6. bekk á líffræðisviði.

Starfsfólk og nemendur eru hvattir til að kynna sér þessar rannsóknir en veggspjöld hanga á veggjum Marmarans með rannsóknum og niðurstöðum þeirra. Margar rannsóknirnar koma við sögu í okkar daglega lífi, t.d. áhrif mismunandi mataræðis á líkamann, áhrif örvandi efna, lyfleysupróf, áhrif mismunandi þjálfunar á líkamann, vistfræðirannsóknir og margt fleira áhugavert.

Aðrar fréttir