Vörumessa

Vörumessa Ungra frumkvöðla fór fram í Smáralind 5. og 6.apríl. Alls tóku 550 nemendur úr 13 skólum þátt í vörumessunni.

Vörumessan er hluti af frumkvöðlaáfanga sem nemendur á viðskiptabraut og nýsköpunar- og listabraut taka á lokaári sínu í Verzlunarskóla Íslands. Í ár tóku um 150 nemendur frá Verzlunarskóla Íslands þátt og stóðu sig vel.

Fyrirtækið Sylque frá Verzlunarskólanum sem selur silkikoddaver vann til verðlauna á vörumessunni fyrir fallegasta sölubásinn og óskum við þeim til hamingju.

Keppni um fyrirtæki ársins fer svo fram þann 30.apríl næstkomandi.

Aðrar fréttir