Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim lágmarkskröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi: Nemendur sem falla á haustönn (desember) verða að endurtaka áfangann og verða próf haldin í janúar. (Nemendur geta ráðið því hvort þeir taka janúarprófin eða ekki. Hins vegar er hér „tækifæri“ númer 2 hjá nemendum hvort sem þeir taka prófið eða ekki). Þeir sem falla aftur geta þá tekið áfangann í þriðja sinn og eiga að gera það í fjarnámi VÍ. Próf í fjarnámi verða haldin í maí. Nánar má lesa um reglur skólans á vef skólans.
Nemandi má að hámarki endurtaka 3 áfanga. Falli hann í fleirum en þremur áföngum (vélritun telst ekki með) þá telst hann endanlega fallinn á árinu og hefur ekki rétt til endurtöku áfanga. Ef nemandi fellur þrisvar í sama áfanga telst hann endanlega fallinn. (Unnið úr skólareglum á netinu.)