Algengar spurningar

Hvað er „Safe Exam Browser“?

Upplýsingar fyrir nemendur

Safe Exam Browser (SEB) er vafri fyrir örugg próf á netinu. Hugbúnaðurinn breytir tölvunni í örugga vinnustöð. Hann stillir tölvuna af þannig að hann lokar aðgangi að öðrum vefsíðum eða hugbúnaði á meðan próf er í gangi. Mögulega geta próf í áföngunum sem þú er skráð(ur) í krafist notkunar á Safe Exam Browser. Þú þarft þá að hala niður SEB og setja upp á tölvuna þína áður en þú getur tekið viðkomandi próf. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar.

Fyrir Windows og Mac.

1. Í vafra sláðu inn eftirfarandi vefslóð: www.safeexambrowser.org.

2. Smelltu á Safe Exam Browser 2.1.1 for Windows tengilinn eða Safe Exam Browser 2.1 for Mac OS X.

3. Á næstu síðu skaltu smella á bláu örina efst á síðunni.

Efst á síðunni sem kemur upp eru upplýsingar um að niðurhal hefjist eftir ___ sekúndur. Niðurhal hefst eftir ákveðið margar sekúndur

4. Þegar skráin hefur verið sótt, þá skal velja hana og fara í gegnum uppsetningu

Að lokinni uppsetningu birtist þetta tákn á skjáborðinu: tákn birtist á skjáborðinu

Til að virkja forritið með Moodle, þarf að gera eftirfarandi:

  1. Velja gulu möppuna neðst á skjánum.Velja á gulu möppuna á skjánum
  2. Velja þar Windows (C:)
  3. Þar skal velja Forritsskrár (x86) eða Program Files (x86)
  4. Skruna niður þar til þú finnur Safe Exam Browser möppuna og opna hana.
  5. Tvísmella á SEBConfig ToolTvísmella þarf á SEPConfig Tool
  6. Velja General flipannSmella þarf General flipann
  7. Í Start Url skal setja: http://moodle.www.verslo.is
  8. Smella síðan á Config File flipann og velja Save Settings As
  9. Gefa skránni nafn (t.d. MoodleSEB) og velja Vista.
  10. Þá skal velja Open Settings og hægri smella á (MoodleSEB) og velja senda til skjáborð(búa til flýtileið). Gráleitt tákn birtist þá á skjáborðinu.

Að taka próf í Moodle

Til að taka próf í Moodle sem krefst Safe Exam Browser:

  1. Tvísmelltu á gráa táknið á skjáborðinu (MoodleSEB).
  2. Skráðu þig inn með Moodle aðganginum þínum.
  3. Veldu áfangann.
  4. Smelltu á prófatengilinn og taktu prófið.
  5. Að prófi loknu skaltu velja SEB Quit hnappinn sem er neðst í hægra horni skjásins.
Upplýsingar fyrir kennarar

Hvernig á að stilla próf þannig að það þurfi Safe Exam Browser (SEB) til að taka prófið. Undir Settings á prófinu skal velja Extra restrictions on attempts.

Velja þarf settings á prófinu

Þar þarf að velja Show more…

Það þarf að velja Show more

Undir Browser security þarf að velja Require the use of Safe Exam Browser.

Það þarf að velja Require the use of Safe Exam Browser

og síðan vista.