Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Safe Exam Browser (SEB) er vafri fyrir örugg próf á netinu. Hugbúnaðurinn breytir tölvunni í örugga vinnustöð. Hann stillir tölvuna af þannig að hann lokar aðgangi að öðrum vefsíðum eða hugbúnaði á meðan próf er í gangi. Mögulega geta próf í áföngunum sem þú er skráð(ur) í krafist notkunar á Safe Exam Browser. Þú þarft þá að hala niður SEB og setja upp á tölvuna þína áður en þú getur tekið viðkomandi próf. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar.
Fyrir Windows og Mac.
1. Í vafra sláðu inn eftirfarandi vefslóð: www.safeexambrowser.org.
2. Smelltu á Safe Exam Browser 2.1.1 for Windows tengilinn eða Safe Exam Browser 2.1 for Mac OS X.
3. Á næstu síðu skaltu smella á bláu örina efst á síðunni.
Efst á síðunni sem kemur upp eru upplýsingar um að niðurhal hefjist eftir ___ sekúndur.
4. Þegar skráin hefur verið sótt, þá skal velja hana og fara í gegnum uppsetningu
Að lokinni uppsetningu birtist þetta tákn á skjáborðinu:
Til að virkja forritið með Moodle, þarf að gera eftirfarandi:
Til að taka próf í Moodle sem krefst Safe Exam Browser:
Hvernig á að stilla próf þannig að það þurfi Safe Exam Browser (SEB) til að taka prófið. Undir Settings á prófinu skal velja Extra restrictions on attempts.
Þar þarf að velja Show more…
Undir Browser security þarf að velja Require the use of Safe Exam Browser.
og síðan vista.