Algengar spurningar

Hvernig sendi ég póst í Moodle?

Til að senda póst í Moodle er best að smella á umslagið sem er ofarlega til hægri í áfanganum:

Smella á umslagið

 

Kemur þá í ljós felligluggi og þar er smellt á Compose:

Compose

 

Þar er ykkur boðið að velja áfanga:

Velja áfanga

 

Og síðan viðtakanda:

Velja viðtakanda

Velja viðtakanda

Veljið viðtakanda og smellið á To, Cc eða BCc, allt eftir því hvað við á:

Smellið á To,Cc eða BCc

 

Skrifið efnislínu (subject), erindið (message) og sendið viðhengi ef þið viljið (attachments) og smellið síðan á Send:

 

Ef þið fáið póst, þá birtist hann sem rauð doppa á umslaginu:

Rauð doppa á umslaginu

 

Athugið að það er líka hægt að komast í póstinn í hliðardálknum til hægri:

Hliðardálkur til hægri

 

Pósturinn er persónulegur og aðeins viðtakandi getur séð þau.

 

Hér getur þú nálgast upplýsingarnar í PDF skjali: Hvernig sendi ég póst í Moodle?

Gangi þér vel!