Algengar spurningar

Hvernig set ég póstinn upp í símanum?

Uppsetning á pósti í síma er mismunandi eftir tegund síma og jafnvel stýrikerfisútgáfu þeirra. Það er því einfaldast að leita á Google eftir leiðbeiningum fyrir einstaka síma, ágætt að nota leitarstrenginn „Exchange active sync“ og svo stýrikerfi símans eins og IOS eða Android.