Algengar spurningar

Inna

Framhaldsskólar nota Innu á svipaðan hátt og grunnskólar nota Mentor. Foreldrar sem eru skráðir forráðamenn hafa aðgang í gegnum rafræn skilríki. Við biðjum ykkur að lesa yfir og leiðrétta persónuupplýsingar ef með þarf, sérstaklega ef þið notið vinnunetfangið ykkar og hafið skipt um starfsvettvang nýverið. Það er gert með því að velja ör við hlið myndarinnar, ”Stillingar” og ”Breyta persónuupplýsingum”. Aðgangur foreldra rennur út þegar nemandinn verður 18 ára.

Athugið að sérhver nemandi getur framlengt foreldraaðganginn í Innu með því að smella á myndina af sér og velja ”Ég” og síðan „Aðstandendur“. Ef það er „Nei“ í reitnum „Aðgangur“ þá hefur aðstandandi ekki aðgang. Því er breytt með því að smella á blýantinn. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast með námi barna sinna.