Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Í áfanganum fá nemendur innsýn inn í heim vestrænnar listar og listsköpunar frá fornöld til dagsins í dag. Einkum er lögð áhersla á myndlist, byggingarlist og höggmyndalist. Fjallað verður um þróun listarinnar og helstu listastefnur. Skoðuð verða verk eftir helstu listamenn sögunnar, t.d. Leonardo da Vinci, Michelangelo, Vincent Van Gogh, Pablo Picasso, Fridu Kahlo og marga fleiri. Rík áhersla er lögð á að fara í vettvangsferðir á listasöfn, gallerí, um miðbæ Reykjavíkur og í merkilegar byggingar. Nemendur eru virkjaðir til að rýna sjálfir í og greina listaverkin sem eru til umfjöllunar. Markmið áfangans eru að nemendur kynnist þróun vestrænnar listsköpunar frá fornöld til okkar daga, þeir þekki og geti greint helstu listastefnur, einkenni þeirra og þann jarðveg sem þær spruttu úr, öðlist grunnþekkingu í að greina ýmis tákn og merkingu út úr listaverkum og geti metið þau á gagnrýninn og sjálfstæðan hátt og að sóttar séu sýningar og listasöfn m.a. til að kynnast listum líðandi stundar.
Áfanginn er símatsáfangi. Nemendur vinna nokkur stærri verkefni, svo sem kynningar og skýrslu. Að öðru leyti samanstendur námsmatið af minni verkefnum úr efni áfangans og mætingu og virkni nemenda í tímum. Ekkert lokapróf er haldið.