Algengar spurningar

Sjúkrapróf og verkefnaskil:

  • Nemendur sem eru fjarverandi úr skóla vegna veikinda er boðið upp á að taka sjúkrapróf ef slík eru í áfanganum. Þá er reynt eins og hægt er að taka tillit til verkefnaskila. Misjafnt er þó á milli deilda hvernig námsmat einstaka áfanga er og þarf því ávallt samtal að eiga sér stað milli nemenda og kennara varðandi nánari útfærslu.
  • Nemendur sem óska eftir leyfi í stökum tímum eða heila daga geta ekki ætlast til að fá boð um að taka sjúkrapróf eða að tillit sé tekið til verkefnaskila vegna fjarveru.