BIST2GR03

Birgðastjórnun

  • Einingar3

Farið er í grunnatriði innkaupa áætlana og birgðastýringu. Farið er í einfalda útreikninga á heppilegasta innkaupamagni og greiningu á lagerhaldi. Einnig er farið í skipulagningu lagerhalds. Þá er kynnt hvernig birgðabókhald virkar og nemendur fá æfingu í að færa birgðir…

Farið er í grunnatriði innkaupa áætlana og birgðastýringu. Farið er í einfalda útreikninga á heppilegasta innkaupamagni og greiningu á lagerhaldi. Einnig er farið í skipulagningu lagerhalds. Þá er kynnt hvernig birgðabókhald virkar og nemendur fá æfingu í að færa birgðir inn og út úr bókhaldinu.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hvernig skipulag á lagerhaldi er uppsett og helstu verkferla í vöruhúsum.

  • Þýðingu á stjórnun innkaupa og birgðahalds á efnahagsreikning fyrirtækisins.

  • Mikilvægi nákvæmrar skráningar á vöru sem er afhent úr húsið eða skila til baka.

  • Skráningu birgða og eftirliti með birgðum.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Greina frávik í birgðahaldi og bregðast með viðeigandi hætti við þeim.

  • Setja upp einfalt skipulag á lagerhaldi.

  • Reikna út heppilegasta innkaupamagn.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Merkja vörur með réttum upplýsingum þannig að birgðastaða sé skýr.

    Uppfæra birgðabókhald í samræmi við vöruafgreiðslu og vöruskil.