DAN203

Undanfari: DAN103 Nemendur eru þjálfaðir í að nota algeng orð og orðasambönd í ræðu og riti. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkileg í samtölum og frásögnum. Nemendur eru þjálfaðir í framburði svo…

Undanfari: DAN103 Nemendur eru þjálfaðir í að nota algeng orð og orðasambönd í ræðu og riti. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkileg í samtölum og frásögnum. Nemendur eru þjálfaðir í framburði svo þeir geti undirbúið og flutt stutta fyrirlestra um ákveðið afmarkað efni á dönsku. Nemendur eru þjálfaðir í að beita mismunandi stílbrögðum við ritun texta. Í áfanganum fer fram kynning og samanburður á Danmörku og Íslandi, hvað varðar menningu, samfélag og landshætti og nemendur þjálfaðir í að afla sér sjálfir viðeigandi gagna af Netinu, á bókasafni skólans og úr dagblöðum.

Í lok áfangans verður hlustun, skriflegt og munnlegt próf sem gildir 60% á móti verkefnum og prófum 40% sem unnin eru á önninni. Lokaprófið er 100% en gildir 60% – 15% hlustun – 35% lesskilningur – 15% málnotkun(málfræði) – 20% ritun – 15% munnlegt.

  • Eftirfarandi markmið eru unnin út frá „Evrópska tungumálarammanum“. Gengið er út frá hinum fimm færniþáttum tungumálakennslu; hlustun, lestri, samræðum, tali og ritun. Eftir nám í DAN203 er markmiðið að nemandi: HLUSTUN: – geti skilið venjulegt talmál um efni sem hann þekkir og tengist vinnu hans, frístundum, skóla o.þ.h. (B1) – geti skilið í grófum dráttum aðalatriðin í mörgum útvarps- og sjónvarpsþáttum um málefni líðandi stundar eða efni sem tengist honum persónulega eða faglega þegar talað er tiltölulega hægt og skýrt (B1). LESTUR: – geti lesið greinar og skýrslur sem tengjast vandamálum samtímans þar sem fram koma ákveðin viðhorf eða skoðanir (B2) – geti skilið nútíma bókmenntatexta (B2) SAMRÆÐUR: – geti tekist á við flestar aðstæður sem geta komið upp á ferðalagi um svæði þar sem málið er talað (B1) – geti óundirbúinn tekið þátt í samræðum um efni sem hann þekkir, hefur áhuga á eða tengjast daglegu lífi (t.d. fjölskyldu, áhugamálum, starfi og ferðalögum) (B1) – geti auðveldlega lýst reynslu og atburðum, draumum sínum , væntingum og framtíðaráformum (B1) TAL: – geti rökstutt stuttlega og útskýrt ákvarðanir sínar og fyrirætlanir (B1) – geti sagt sögu eða sagt frá söguþræði í bók eða kvikmynd og lýst viðbrögðum sínum (B1) SKRIFT: -geti skrifað skýra, nákvæma texta um ýmis efni sem tengjast áhugasviði hans (B2) – geti skrifað ritgerð um efni sem hann hefur lesið sér til um og fært rök fyrir skoðunum sínum (B2) – geti skrifað bréf og lagt áhesrlu á mikilvægi ýmissa atburða og reynslu (B2) ANNAÐ: – viti hvernig hann getur aukið kunnáttu sína og færni í málinu og geri sér ljósa eigin ábyrgð og mikilvægi frumkvæðis og eigin vinnu í náminu – hafi fengið innsýn í danska siði, venjur og samskiptahefðir í daglegu lífi – geti unnið einn eða með öðrum að lausn heildstæðra verkefna þar sem reynir á alla þætti málnotkunar og alhliða færni í málinu, bæði til þess að afla nýrrar þekkingar og til að miðla henni á skýran og skipulegan hátt – geti nýtt sér hjálpargögn á markvissan hátt – átti sig á notagildi dönskukunnáttunnar til að skilja sænsku og norsku.

  • Um bekkjarkennslu er að ræða og kennslan fer að miklu leyti fram á dönsku. Lögð er áhersla á að nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum og geri sér grein fyrir eigin ábyrgð. Nemendur vinna ýmist sjálfstætt, í pörum eða í hópum. Áhersla er lögð á notkun upplýsingatækni og vinna nemendur að stærri verkefnum sem þeir gera grein fyrir bæði skriflega og munnlega í bekknum. Unnið er út frá evrópsku tungumálamöppunni þar sem nemendum er gerð grein fyrir eigin ábyrgð á öllu námi.Hlutverk möppunnar er að veita greinargóðar upplýsingar um kunnáttu og færni í erlendum tungumálum sem skráðar eru í Tungumálapassann. Nemendur eru látnir meta tungumálafærni sína eftir stöðluðum matsramma. Hann eru byggðir á samevrópska matsrammanum fyrir tungumál (Common European Framework of Reference for Languages) sem Evrópuráðið hefur gefið út. Í gátlistum fyrir sjálfsmat er gengið út frá því sem nemandinn kann og ræður við. Í Safnmöppu geymir nemandinn verkefni og annað sem hann vill halda til haga í tengslum við námið. Unnið er með mismunandi þemu sem öll enda á ákvenu verkefni sem nemendur svo kynna í bekknum á mismunandi hátt.

  • Sjálfsmat og markmiðssetning, að starfa í Danmörku og sækja um starf, umburðarlyndi og hjálparstarf, menntun og framtíð, Ísland sem ferðamannaland, fréttir og fjölmiðlar í Danmörku, peningar og fjármál og að lesa texta um vísindi. Auk þess verður horft á danska sjónvarpsþætti og a.m.k. eina kvikmynd og lesin er dönsk skáldsaga auk fimm smásagna. Í málfræði er farið í lýsingarorð, nafnorð og smáorð. Námsefni: Dansk over stok og sten. Höfundar eru dönskukennarar skólans. Dansk novelle- og digtsamling. Smásögur og ljóð tekin saman af kennurum. En, to, tre – Nu! – Skaldsaga eftir Jesper Wung-Sung. Dönsk-íslensk orðabók. Danskur málfræðilykill. Talglærur með málfræðiatriðum á innra vefi skólans.