Eðli2BY05

Eðlisfræði, eðlisfræði hins daglega lífs, síðari hluti

  • Einingar5

Áfanginn er grunnáfangi í eðlisfræði, þar sem æfð er framsetning og lausn verkefna sem tengjast varmafræði, hringhreyfingu, kasthreyfingu og hreyfilýsingu almennt, þyngdarkrafti, sveiflum og bylgjufræði, sér í lagi í tengslum við skynjun, ljósfyrirbæri (linsur, ljósbrot, regnbogi) og hljóðfræði hljóðfæra. Kennslan…

  • Áfanginn er grunnáfangi í eðlisfræði, þar sem æfð er framsetning og lausn verkefna sem tengjast varmafræði, hringhreyfingu, kasthreyfingu og hreyfilýsingu almennt, þyngdarkrafti, sveiflum og bylgjufræði, sér í lagi í tengslum við skynjun, ljósfyrirbæri (linsur, ljósbrot, regnbogi) og hljóðfræði hljóðfæra.
  • Kennslan fer aðallega fram með samblandi af fyrirlestrum og dæmareikningi, auk verkefnavinnu.
  • Verklegar æfingar eru einnig hluti kennslunnar þar sem nemendur vinna saman í hópum.

Lokapróf, annarpróf, verklegar æfingar, heimadæmi, fyrirlestrar og hópverkefni.

STÆR3HR05 (STÆ 503) (eða samhliða).

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Fyrsta lögmáli varmafræðinnar, hamskiptum, þrenns konar gerðum varmaflutnings.

  • Hreyfijöfnum í tveimur og þremur víddum.

  • Miðsóknarhröðun og miðsóknarkrafti.

  • Diffur- og heildunarsambandi milli hreyfistærða, hreyfingum með ójafnri hröðun.

  • Þyngdarlögmáli Newtons og lögmáli Keplers.

  • Stöðuorku í þyngdarsviði, lausnarhraða, svartholum.

  • Algengum tegundum bylgjuhreyfinga.

  • Samliðun bylgna, bæði í plani og í einvíðum kerfum.

  • Staðbylgjum, hljóðum og hljóðfæri.

  • Hljóð og heyrn, hljóð- og skynstyrk.

  • Dopplerhrifum.

  • Ljósbroti og lögmáli Snels.

  • Ljósgeislafræði og einföldum (þunnum) linsum, samsettu linsukerfi með tveimur linsum.

  • Sveifluhreyfingu sem eðlilegu afsprengi af lögmáli Hookes og 2. lögmáli Newtons.

  • Stærðfræðilegri lýsingu sveifluhreyfingar.

  • Hvernig orka sveifils leikur á milli fjaðurorku og hreyfiorku.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Leysa einföld varmaleiðniverkefni.

  • Beita hreyfjöfnum í tvívídd til að leysa hefðbundin kasthreyfingardæmi án loftmótstöðu.

  • Nota diffrun og heildun til að tengja saman staðsetningu, hraða og hröðun almennt og einföldum tilvikum.

  • Leysa einföld verkefni um hringhreyfingu hnatta í þyngdarsviði.

  • Beita lögmálum Keplers til að vinna með sporbrautir (ellipsubrautir) almennt.

  • Nota almenna framsetningu á stöðuorku í þyngdarsviði fyrir hluti á sporbraut og finna lausnarhraða hnatta.

  • Setja upp og reikna einföld tilvik í bylgjufræði úr daglegu lífi.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Lýsa eðlisfræðilegum grundvelli algengra fyrirbæra daglega lífsins, og túlka með tilvísun í einföld lögmál eðlisfræðinnar.

  • Útskýra muninn á miðsóknarkrafti og „miðflóttakrafti“.

  • Meta fullyrðingar í fjölmiðlum og daglegri umræðu út frá forsendum vísinda og skynsemi.

  • Líta á Jörðina og reikistjörnur sólkerfisins sem hluta af hinum víðari efnisheimi sem stjórnast af þyngdarkraftinum, en jafnframt að þekkja takmarkanir á þyngdarlögmáli Newtons og frekari útfærslu þess í almennu afstæðiskenningunni.

  • Tengja skynjun okkar á umhverfinu með sjón og heyrn við þá eðlisfræði sem liggur þar til grundvallar.

  • Útskýra styrkjandi og eyðandi samliðun í tveimur raufum og ljósgreiðu.

  • Framkvæma, skilja og vinna úr verklegum æfingum sem tengjast námsefninu, og setja niðurstöður mælinga í samhengi við fræði.

  • Gera sér grein fyrir sinni eigin stöðu í eðlisfræðinámi.

  • Vera ábyrgur í að vinna sjálfur í að afla sér þekkingar.