EÐLI2LI05

Líffræðileg eðlisfræði

  • Einingar5

Efni áfangans eru grunnþættir eðlisfræði sem nauðsynlegir eru til að nemendur á líffræðisviði geti skilið starfsemi líffæra og lífvera. Kennslan fer fram með innlögn í formi fyrirlestra og verkefnavinnu þar sem nemendur vinna sem einstaklingar eða í hópum. Verklegar æfingar…

  • Efni áfangans eru grunnþættir eðlisfræði sem nauðsynlegir eru til að nemendur á líffræðisviði geti skilið starfsemi líffæra og lífvera.
  • Kennslan fer fram með innlögn í formi fyrirlestra og verkefnavinnu þar sem nemendur vinna sem einstaklingar eða í hópum.
  • Verklegar æfingar eru einnig hluti kennslunnar þar sem nemendur vinna saman í hópum.
  • Upplýsingaleit fer fram á netinu samhliða efni frá bókasafni.

Lokapróf og vinnueinkunn sem er samsett úr verkefnavinnu, verklegum æfingum og tveimur hlutaprófum.

EÐLI1DL05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Eðlisfræðilegum undirstöðuatriðum líffæra og lífvera.

  • Varma, hitastigi, eðlisvarma, kælingu, hitun, fasaskiptum, flæði vökva og jöfnum.

  • Bernoullis og Poiseuilles, sveimi agna (diffusion).

  • Grunnhugtökum í rafmagns- og segulfræði sem tengjast starfsemi lífvera, sér í lagi lögmáli Ohms.

  • Rafspennu, rafstöðuorku og rafsviði yfir himnur og færslu jóna gegnum frumuhimnur, himnuspennu.

  • Afpólun og rýmd í taugafrumum.

  • Bylgjuhreyfingu, ljósbylgjum, hljóðbylgjum.

  • Lögmáli Weber-Fechner.

  • Víxlverkun ljóss og efnis.

  • Geislavirkni og áhrifum geislunar á lífverur, kjarnorku og uppruna frumefnanna.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Tengja starfsemi lífvera við þau eðlisfræðilegu grunnlögmál sem liggja til grundvallar.

  • Setja upp og vinna úr einföldum dæmum og verkefnum sem tengjast lífeðlisfræðilegum þáttum.

  • Leita sér þekkingar í prentuðum gögnum og netmiðlum.

  • Meta út frá eðlisfræðilegum forsendum hvort tilteknar fullyrðingar eða tilgátur séu raunhæfar eða ekki.

  • Meta áreiðanleika upplýsinga.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skilja víxlverkun lífvera við umhverfi sitt með tilliti til eðlisfræðilegra þátta – varma, skynjunar, geislunar o.þ.h. – og tengsl ýmissa grunnþátta í starfsemi lífvera við einföld eðlisfræðileg lögmál.

  • Skilja ýmis valin atriði á borð við skölunarlögmál (hvaða þættir takmarka stærð lífvera og lögun).

  • Lesa sér til gagns vísindatexta sem skrifaðir eru fyrir hinn almenna upplýsta lesanda.