EÐLI3VE05

Verkefnaeðlisfræði

 • Einingar5

Áfanginn tekur mið af heimildaöflun og rannsóknarvinnu. Lögð er áhersla á að nemandi samþætti þá þekkingu og færni sem hann hefur tileinkað sér í EÐLI1DL05, EÐLI2BY05, EÐLI3RA05 og JARÐ2JE05 með sérstakri áherslu á eðlisfræði. Meginmarkmið áfangans er að brjóta niður…

 • Áfanginn tekur mið af heimildaöflun og rannsóknarvinnu.
 • Lögð er áhersla á að nemandi samþætti þá þekkingu og færni sem hann hefur tileinkað sér í EÐLI1DL05, EÐLI2BY05, EÐLI3RA05 og JARÐ2JE05 með sérstakri áherslu á eðlisfræði.
 • Meginmarkmið áfangans er að brjóta niður veggi milli fyrri áfanga og greina, rifja upp efni þeirra og setja það í víðara samhengi en áður hefur verið gert.
 • Hver nemandi vinnur einstaklings heimildaverkefni.
 • Nemendur framkvæma rannsókn/athugun í hópavinnu og vinna rannsóknarskýrslu og veggspjald úr rannsókninni.
 • Þeir kynna rannsókn sína fyrir samnemendum með fyrirlestri.
 • Einnig kynna þeir veggspjaldið á Vísindaráðstefnu skólans.
 • Nemendur velja efnisþætti í samráði við kennara hverju sinni.
 • Sjálfstæð vinnubrögð nemenda eru höfð í fyrirrúmi með leiðsögn frá kennara.

Dagbók sem er haldin yfir önnina, heimildaritgerð sem er unnin út frá áhugasviði nemenda, rannsóknarskýrsla sem byggir á eigin rannsókn/athugun nemenda, fyrirlestur um rannsóknina/athugunina og veggspjald þar sem verkefnið er kynnt á Vísindaráðstefnu skólans. Einkunn áfangans byggir á símati.

EÐLI1DL05, EÐLI2BY05, EÐLI3RA05 og JARÐ2JE05.

  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Sérhæfðum sviðum eðlisfræðinnar/jarðeðlisfræðinnar.

 • Sérhæfðum orðaforða á íslenskri og enskri tungu sem nýtist til undirbúnings fyrir frekara nám.

 • Sérhæfðri rannsóknarvinnu fræðigreinarinnar eðlisfræði.

  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Gera raunhæfar áætlanir um skrif heimildaritgerða og rannsóknir.

 • Nýta sér rannsóknartæki og hugbúnað í tengslum við sérhæfð verkefni.

 • Nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni.

 • Safna upplýsingum, vinna úr þeim og miðla til annarra.

 • Setja fram og túlka myndir og gröf.

 • Skipuleggja rannsóknarverkefni/athugun, framkvæma og útskýra út frá takmörkuðum fyrirmælum.

 • Hagnýta sér tengsl milli stærðfræði og náttúru- og raungreina til úrlausnar verkefna.

 • Tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt, draga ályktanir og rökstyðja í fræðilegu samhengi.

  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Auka skilning sinn á eðlisfræðilegum viðfangsefnum.

 • Nýta sér þekkingu á meðferð heimilda.

 • Beita mismunandi rannsóknaraðferðum og túlka niðurstöður.

 • Yfirfæra og beita þekkingu úr einum efnisþætti eða fleirum við lausn verkefna í öðrum efnisþáttum og greina samhengi þar á milli.

 • Yfirfæra og beita þekkingu úr einum efnisþætti eða fleirum við lausn verkefna í öðrum efnisþáttum og greina samhengi þar á milli.

 • Útskýra, greina, draga ályktun af og miðla niðurstöðum rannsóknar.

 • Taka þátt í og stjórna upplýstri umræðu um málefni er snerta vísindi, tækni og samfélag.

 • Taka þátt í vísindaráðstefnu þar sem skipst er á skoðunum eftir kynningar á rannsóknarverkefnum.

 • Taka ábyrgð á eigin námi.