ENSK2MV05

Málnotkun, bókmenntir og viðskipti

  • Einingar5

Áhersla er lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða.  Skáldsaga er lesin og lesnar eru smásögur sem unnið er með á fjölbreyttan hátt. Lögð er áhersla á að nemendur geti nýtt sköpunarkraft sinn og skrifa þeir eigin…

  • Áhersla er lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða
  • Skáldsaga er lesin og lesnar eru smásögur sem unnið er með á fjölbreyttan hátt.
  • Lögð er áhersla á að nemendur geti nýtt sköpunarkraft sinn og skrifa þeir eigin smásögu og semja og flytja kynningu. 
  • Námið er að hluta til unnið í para- og hópavinnu og lögð er áhersla á að nemendur taki þátt í samræðum, séu skapandi og gagnrýnir á eigin vinnu og vinnu annarra.
  • Ætlast er til þess að nemendur hafi öðlast hæfni B2 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni. 

Námsmat er byggt á skriflegum og munnlegum einstaklings- og hópverkefnum sem unnin eru yfir önnina, ástundun, skyndiprófum og lokaprófi.

ENSK2OM05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins. 

  • Hugtökum sem tengjast bókmenntum, skáldskap og málefnum líðandi stundar. 

  • Helstu hefðum um ritun og flutning ræða. 

  • Uppbyggingu smásagna.  

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lesa margs konar gerðir texta og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga. 

  • Skilja mál sem talað er við mismunandi aðstæður. 

  • Taka virkan þátt í samræðum. 

  • Skrifa ýmiss konar texta. 

  • Fytja kynningu á skipulagðan hátt. 

  • Nýta sér hjálpargögn, svo sem stafrafrænar orðabækur, leiðréttingarforrit, tölvu- og upplýsingatækni eins og kostur er. 

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni.  

  • Tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt. 

  • Lesa á milli línanna, átta sig á dýpri merkingu í texta. 

  • Greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í smásögum og skáldsögu. 

  • Taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara gagnrökum. 

  • Eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum. 

  • Skrifa mismunandi tegundir texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig. 

  • Skrifa texta um efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín. 

  • Geta flutt vel uppbyggða kynningu, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt með dæmum og brugðist við fyrirspurnum.