ENSK3NL05

Nýsköpun, bókmenntir, listir

  • Einingar5

Námið miðar að því að nemendur auki færni sína í enskri tungu og bæti orðaforða sinn tengdan nýsköpun og listum. Nemendur lesa greinar og bókmenntatexta auk þess sem þeir afla sér efnis á netinu. Þeir eru þjálfaðir í að tjá…

  • Námið miðar að því að nemendur auki færni sína í enskri tungu og bæti orðaforða sinn tengdan nýsköpun og listum.
  • Nemendur lesa greinar og bókmenntatexta auk þess sem þeir afla sér efnis á netinu.
  • Þeir eru þjálfaðir í að tjá sig á ensku, á gagnrýninn hátt, bæði í ritun og tali og fá tækifæri til að velja sér viðfangsefni eftir áhuga og nálgast þau á skapandi hátt.
  • Áhersla er lögð á samvinnu, sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði nemenda og skapandi nálgun verkefna í áfanganum.

Námsmat er í formi símats.

ENSK3ME05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Enskum orðaforða og hugtökum sem tengjast nýsköpun og listum.

  • Orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi.

  • Mismunandi málsniði enskrar tungu.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lesa sér til gagns greinar um efni tengd nýsköpun og listum.

  • Skilja vel sérhæfða texta á sviði nýsköpunar og lista.

  • Skilja talað mál sem fjallar um nýsköpun og listir, til dæmis fyrirlestra.

  • Taka virkan þátt í samræðum um nýsköpun og listir.

  • Tjá sig í ræðu og riti, bæði formlega og óformlega, um efni sem tengist nýsköpun og listum sem hann hefur kynnt sér og undirbúið.

  • Virða skoðanir annarra og leysa verkefni í samvinnu við aðra.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Tileinka sér efni ritaðs texta sem tengist nýsköpun og listum og nýta á mismunandi hátt.

  • Skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna sem fjalla um nýsköpun og listir.

  • Leggja gagnrýnið mat á texta og meta heimildir á gagnrýninn hátt.

  • Beita málinu til þess að geta tekið fullan þátt í rökræðum þar sem fjallað er um nýsköpun og listir.

  • Semja og flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, geta dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt með dæmum og brugðist við fyrirspurnum.

  • Nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun eða flutning verka sinna.

  • Nýta sér upplýsingatækni til fróðleiks og rannsókna.

  • Skrifa frumsaminn texta á ensku.

  • Nota hugarflugið og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingamáli.

  • Sýna frumkvæði, ábyrgð og umburðarlyndi og beita gagnrýninni hugsun.

  • Virða skoðanir annarra og geta leyst verkefni í samvinnu við aðra.

  • Tileinka sér fjölbreytta hugsun við lausn mála, fræðilega, listræna og viðskiptalega.