FÉL303

Í FÉL 303 er fjallað um félagsgreinar en einkum um stjórnmál; kenningar stjórnmálafræðinnar, kenningar um æskilega samfélagsskipan, stjórnmál og stjórnskipan nútímans á Íslandi og að lokum veitt stutt innsýn í alþjóðastjórnmál. Jafnframt verða fréttir líðandi stundar skoðaðar í samhengi við…

Í FÉL 303 er fjallað um félagsgreinar en einkum um stjórnmál; kenningar stjórnmálafræðinnar, kenningar um æskilega samfélagsskipan, stjórnmál og stjórnskipan nútímans á Íslandi og að lokum veitt stutt innsýn í alþjóðastjórnmál. Jafnframt verða fréttir líðandi stundar skoðaðar í samhengi við námsefnið.

Einkunn í áfanganum er samsett úr eftirfarandi þáttum: Lokapróf í desember: 50%, 2 annarpróf: 20%, verkefni um stórmenni stjórnmálanna: 10%, verkefni um fréttir og stjórnmál 10%, ástundun og frammistaða í tímum: 10%.

  • Meginmarkmið áfangans er að gera nemendur hæfari til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Með því að kynnast stjórnmálum og stjórnskipan og forsendum þeirra og forsögu, verði nemendur færir um að taka afstöðu til mismundandi samfélagshugmynda á eigin forsendum. Um nánari áfangamarkmið sjá bls. 24 í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Samfélagsgreinar (http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar//nr/307). Þar heitir samsvarandi áfangi FÉL303.

  • Kennsluaðferðir eru þrenns konar. Í fyrsta lagi eru fyrirlestrar kennara þar sem námsefnið er reifað og hugtök útskýrð. Þá eru umræður, bæði um efni fyrirlestranna og/eða annað sem tengist þeim; gjarnan er rætt um fyrirbæri sem kunna að vera ofarlega á baugi í þjóðfélags-umræðunni. Loks er verkefnavinna nemenda; úr námsefninu sjálfu eða öðru sem því tengist. Áhersla er lögð á að finna dæmi úr raunveru-leikanum til að varpa ljósi á hugtök og kenningar og því er virk þátttaka í tímum algerlega nauðsynleg.

  • Grundvallarhugtök í stjórnmálum og stjórnmálafræði. Hugmyndafræði: öfgar til vinstri og hægri og allt sem er á milli! Stjórnkerfið og stjórnmál: Stjórnmálaþátttaka. Lýðræði og kosningar. Kosningakerfi og flokkar. Pólitísk menning og félagsmótun. Stjórnmál og fjölmiðlar. Íslenskir stjórnmálaflokkar. Skipulag íslenskra stjórnmálaflokka. Hagsmunasamtök. Kenningar um íslenska valdakerfið og stjórnmálaþróun.