FÉLA2MK05

Félagsvísindi 2: Menningar-og kynjafræði

  • Einingar5

Áfanginn er tvískiptur, annars vegar er fjallað um menningu frá sjónarhorni ólíkra félagsgreina, áherslan er einkum á evrópska og íslenska menningu og birtingarmyndir hennar með lestri greina og bóka. Hins vegar er kafað dýpra í ýmis hugtök kynja- og jafnréttisfræða…

  • Áfanginn er tvískiptur, annars vegar er fjallað um menningu frá sjónarhorni ólíkra félagsgreina, áherslan er einkum á evrópska og íslenska menningu og birtingarmyndir hennar með lestri greina og bóka. Hins vegar er kafað dýpra í ýmis hugtök kynja- og jafnréttisfræða sem nemendur fóru í á 1. ári; staða kynjanna í samfélaginu greind og skoðuð. Birtingarmyndir kynjamisréttis og annars félagslegs misréttis eru ræddar og áhrif þess á persónulega hamingju og samfélagslega velsæld sett í samhengi. Meðal umfjöllunarefna eru vændi, kynhlutverk, klám, ofbeldi, mansal, staðalmyndir og fjölmiðlar.
  • Áhersla er lögð á virkni nemenda og fjölbreytni í gagnanotkun og framsetningu.
  • Verkefnin felast í skriflegum verkefnum þar sem tekin er sjálfstæð afstaða til fyrirliggjandi námsefnis og hóp- og paraframsöguverkefnum og nemendur vinna jafnt og þétt að sameiginlegri fréttaveitu alla önnina.
  • Gert er ráð fyrir að nemendur sæki kennslustundir og taki virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu. 

FÉLA2ME05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hugtökum, kenningum, viðfangsefnum og aðferðum helstu félagsgreina.

  • Mismunandi sjónarhorn ólíkra félagsgreina á menningu.

  • Orsökum mismunandi menningar við ólíkar aðstæður.

  • Þýðingu menningar og mismunandi birtingarmynda hennar.

  • Þýðingu menningarfræði fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun.

  • Hugmyndum og umræðum um gildi mismunandi menningar.

  • Helstu sérkennum íslenskrar menningar í samanburði við evrópska menningu.

  • Stöðu kynjanna í samfélögum nær og fjær.

  • Birtingarmyndum misréttis.

  • Áhrifum fjölmiðla og staðalmynda á sjálfsmynd.

  • Tengslum kynhlutverka og vinnumarkaðar.

  • Samhengi félagsmótunar, viðhorfa og væntinga.

  • Mikilvægi vitundarvakningar á félagslegum vandamálum.

  • Hugtökum kynjafræðinnar.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Setja viðfangsefni fram á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. 

  • Temja sér skilvirk vinnubrögð, frumkvæði og samvinnu við nám og störf.

  • Verja rökstudda afstöðu sína.

  • Taka þátt í umræðu og greina samfélagsleg málefni á gagnrýninn hátt.

  • Beita kenningum á viðfangsefni greinar og við lausn hagnýtra verkefna.

  • Beita upplýsingatækni við þekkingarleit.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

  • Taka þátt í málefnalegum umræðum.

  • Rökræða skoðanir annarra á yfirvegaðan og fordómalausan hátt.

  • Útskýra menningu og viðhorf fólks á ýmsum stöðum og tímum.

  • Efla siðferðilega dómgreind sína.

  • Greina upplýsingar og efni fjölmiðla um menningu á gagnrýninn hátt.

  • Greina áhrif umhverfis og sögu á menningu.

  • Sýna frumkvæði í verkum sínum og samskiptum.

  • Auka framtíðarmöguleika sína í áframhaldandi námi eða starfi og daglegum viðfangsefnum.