Féla3LV05

Lokaverkefni

  • Einingar5

Þessi áfangi er lokaáfangi á Alþjóðabraut og er ætlað að draga saman þá þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur hafa öðlast í félagsvísindagreinum s.s. alþjóðafræði, stjórnmálafræði, sögu og menningarfræði. Áfanginn er kenndur á síðasta ári og er hugsaður sem samantekt…

  • Þessi áfangi er lokaáfangi á Alþjóðabraut og er ætlað að draga saman þá þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur hafa öðlast í félagsvísindagreinum s.s. alþjóðafræði, stjórnmálafræði, sögu og menningarfræði.
  • Áfanginn er kenndur á síðasta ári og er hugsaður sem samantekt á áherslusviðum brautarinnar.
  • Hin þverfaglega verkefnavinna sem innt er af hendi af nemendum nær yfir öll færnisvið: lestur, ritun, ræðu og hlustun bæði í gegnum vinnu með námsefni og með margmiðlunartækni.
  • Einnig er áhersla á að efla menningarlæsi og heimildavinnu.
  • Nemendur þjálfast í annars vegar samstarfi og hins vegar í sjálfstæðum vinnubrögðum.
  • Nemendur í þessum áfanga munu fást við tvö stór verkefni. Annars vegar einstaklingsverkefni sem getur verið ritgerð eða skýrsla og hins vegar í formi hópverkefnis þar sem nemendur vinna að einhvers konar þáttargerð.
  • Inntak og efni verkefnanna getur verið breytilegt á milli ára.
  • Loks munu nemendur kynna vinnu sína á vettvangi skólans eða opinberlega á einhverju formi.  

FÉLA2ST05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hlutverki samvinnu á jafningja grundvelli í samvinnuverkefnum. 

     

  • Hlutverki fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. 

  • Samfélagsumræðu innanlands sem utan. 

  • Þeim vinnubrögðum sem nemendur mega búast við á háskólastiginu. 

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nýta upplýsingatækni og margmiðlun.  

  • Frumkvæði til að afla viðmælenda til þáttargerðar. 

     

  • Gera grein fyrir niðurstöðum verkefna í ræðu og riti.

  • Beita gagnrýninni hugsun við mat á heimildum.  

     

  • Að skrifa vandaðan texta og geta tjáð sig á skilmerkilegan hátt. 

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Beita sjálfstæðum vinnubrögðum í einstaklings- og hópverkefnum.  

     

  • Vinna sjálfstæða heimildaritgerð, þ.e. leita heimilda, setja upp heimildaskrá, nota tilvitnanir og gera grein fyrir þeim og vinna úr upplýsingum á gagnrýnan hátt. 

     

  • Setja saman þátt með þeirri leikni og þekkingu sem aflað hefur verið í náminu.