HAGF2RH03

Rekstrarhagfræði

 • Einingar3

Í rekstrarhagfræðihlutanum er farið yfir grunnatriði í rekstrarhagfræði. Nemendum er gerð grein fyrir mismunandi tegundum kostnaðar, tekjum og afkomu. Gerð er grein fyrir hvernig framboð, eftirspurn og jafnvægisverð myndast.

Í rekstrarhagfræðihlutanum er farið yfir grunnatriði í rekstrarhagfræði. Nemendum er gerð grein fyrir mismunandi tegundum kostnaðar, tekjum og afkomu. Gerð er grein fyrir hvernig framboð, eftirspurn og jafnvægisverð myndast.

HAGF1FJ03 og HAGF1ÞJ03.

  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Helstu grunnhugtökum rekstrarhagfræðinnar.

 • Helstu kostnaðar- og tekju hugtökum rekstrarhagfræðinnar.

 • Framboði, eftirspurn og jafnvægisverði.

  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Reikna út mismunandi kostnað.

 • Reikna út heildartekjur.

 • Finna afkomu og núllpunkt.

 • Reikna út markaðsverð.

 • Æfa gerð og lestur línurita.

  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Geta greint á milli mismunandi kostnaðar.

 • Átta sig á hvernig hagnaður er háður sölutekjum og kostnaði.

 • Búa yfir skilningi um hvernig framboð og eftirspurn hafa áhrif á jafnvægisverð.