ÍÞRÓ1ÍC01

Líkamsrækt og heilsa A

 • Einingar1

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái sem fjölbreyttasta hreyfingu sem reynir hæfilega á hjarta- og æðakerfið, vöðvastyrkingu og viðhaldi liðleika. Lögð er áhersla á Interval þjálfun með æfingarkerfum eins og tabata, kross-fit og stöðvahring, sem henta vel…

 • Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái sem fjölbreyttasta hreyfingu sem reynir hæfilega á hjarta- og æðakerfið, vöðvastyrkingu og viðhaldi liðleika.
 • Lögð er áhersla á Interval þjálfun með æfingarkerfum eins og tabata, kross-fit og stöðvahring, sem henta vel aðstöðunni.
 • Einnig er unnið með knattleiki og almenna leiki.
 • Nemendur fá bóklega fræðslu um grunnþætti líkamlegrar heilsu, einkum er fjallað um þol, styrk, næringu/mataræði og lífstíl.
 • Lögð er rík áhersla á að upplýsa nemendur um gildi þess að stunda reglulega hreyfingu – alltaf.

Námsmat er að mestu leyti byggt á ástundun og hæfni nemenda til að tileinka sér þekkingu og leikni ásamt líkamlegum mælingum sem eru í samræmi við það sem unnið er með hverju sinni.

  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Ræktun líkama og sálar.

 • Mikilvægi hreyfingar með tilliti til heilsueflingar og vellíðunar.

 • Gildi hreyfingar fyrir líffærakerfi líkamans.

 • Hvers virði hæfileg hreyfing er með tilliti til góðs ífsstíls til framtíðar.

 • Æskilegri næringu.

  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Setja sér raunhæf markmið varðandi hreyfingu.

 • Taka á markvissan og fjölbreyttan hátt þátt í þol- og styrktaræfingum.

 • Rækta með sér jákvætt viðhorf til líkamsræktar.

  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Meta líkamlega, andlega og félagslega stöðu sína.

 • Stunda þolþjálfun, þekkja greinarmun á loftháðri- og loftfirrtri þoluppbyggingu.

 • Stunda styrktarþjálfun.

 • Nærast á heilbrigðan hátt – með vitneskju um skaðsemi of- og vanneyslu.

 • Forðast lífsstíl sem leitt getur til áunninna sjúkdóma – lífsstílssjúkdóma.

 • Stunda reglulega líkamsrækt með áherslu á heilsuna – ”líkami fyrir lífið”.