LAN103

Í áfanganum er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Lögð er áhersla á kortalestur og kortagerð. Fjallað verður um landnýtingu á Íslandi og á heimsvísu, breytingar á notkun lands og afleiðingar þess. Skilgreint er…

Í áfanganum er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Lögð er áhersla á kortalestur og kortagerð. Fjallað verður um landnýtingu á Íslandi og á heimsvísu, breytingar á notkun lands og afleiðingar þess. Skilgreint er hvað felst í skipulagi lands og á hvaða stoðum slíkt skipulag hvílir. Gerð er grein fyrir undirstöðum efnahagslífs, nýtingu auðlinda og tengslum þessara þátta. Kynnt eru grunnhugtök lýðfræðinnar, vandamál er tengjast fólksfjölgun og breytingum á búsetumynstri og loks orsakir og afleiðingar fólksflutninga.

Lokapróf 40%. Athugið að nemendur þurfa að fá lágmark 4,5 í einkunn í lokaprófi til að vinnueinkunn gildi. Vinnueinkunn: 2 stór verkefni, hvort gildir 20% 1 framsaga, gildir 10% Ástundun og virkni 10%.

  • Nemandi – þjálfist í að lesa úr, búa til og notfæra sér ólík kort, bæði staðfræði- og þemakort – skoði framboð á íslenskum kortum, m.a. staðfræði- og þemakortum, og notkun þeirra – geri sér grein fyrir merkingu hugtaka eins og landnýting, skipulag, auðlind og sjálfbær þróun og geti beitt þeim á ólíka vegu – þekki hvernig landnýting hefur breyst á Íslandi – ræði hvaða málefni eru mikilvæg þegar hugsað er til landnýtingar í framtíðinni – geti lýst og útskýrt meginskilyrði ólíkrar landnýtingar, allt frá landbúnaði til þéttbýlis – þekki helstu gerðir og hlutverk skipulags, svo sem aðal-, svæða- og deiliskipulag – þekki helstu lög og reglugerðir er lúta að skipulagi og landnýtingu í heimabyggð – ræði álitamál er varða landnýtingu á ábyrgan hátt – geri sér grein fyrir á hvaða auðlindum efnahagslíf landsins byggist – þekki valin dæmi um áformaða nýtingu náttúruauðlinda og tengsl hennar við atvinnulífið – greini hvernig vatnsaflið getur verið grundvöllur orkuiðnaðar – átti sig á hvernig náttúra og menning getur verið grundvöllur ferðaþjónustu – þekki dreifingu, samsetningu, vöxt og hreyfingu fólksfjölda – ræði mikilvæg vandamál er tengjast þróun fólksfjölda og búsetu, á Íslandi og erlendis – lesi og túlki algengustu gerðir af fólksfjöldatölum og -spám – þekki þróun og breytingu einstakra svæða á jörðinni með tilliti til búsetu, landnotkunar og menningareinkenna, svo sem trúarbragða og tungumála – geti útskýrt hvernig þróun atvinnulífs hefur breytt íslensku búsetumynstri – kynni sér fólksflutninga í sögulegu samhengi allt til líðandi stundar, t.d. flutninga úr dreifbýli í þéttbýli, leit einstaklinga að betri lífskjörum og fólksflótta vegna náttúruhamfara eða stríða.

  • Í fyrirlestrum kennara er efni áfangans reifað en umfjöllun um það síðan dýpkuð með umræðum og verkefnavinnu nemenda.

  • Mannkynið og búsetan. Byggð á jörðinni, fólksfjöldi, lýðfræði, fólksflutningar. Landbúnaður og gróður jarðar. Matvælaframleiðsla. Íslenskur landbúnaður. Iðnaður, og viðskipti. Staðsetning iðnaðar, áhrifaþættir, alþjóðavæðing og skipulagsbreytingar. Flutningar, tegundir flutninga, flutningsleiðir, fjarskipti, iðnaður og þjónusta á Íslandi. Borgir og borgarumhverfi, borgir á mismunandi tímum, gerðir borga, áhrif borga. Þéttbýlismyndun á Íslandi, skipulagsmál, aðal-, deili- og svæðisskipulag, vernd náttúru og menningarminja. Heimsálfan Evrópa, jarðsaga, landslag og loftslag, búsetumynstur, landbúnaður, iðnaður og þjónusta. Heimsálfan Evrópa, vandamál, súrt regn, vatns- og sorpvandamál, svæði og landfræðileg net, ríki og ríkjahyggja, framtíð Evrópu. Ein jörð, margir heimar, þróunarlönd og iðnríki, þróun á mismunandi svæðum. Ein jörð, margir heimar. Þróunaraðstoð og þróunarsamvinna. Maðurinn, orkan og umhverfið, ýmsar orkulindir, eyðanlegar og endurnýjanlegar orkulindir. Maðurinn, orkan og umhverfið, Orka á Íslandi, umræða í samfélaginu.