LÖGF2GA03

Verslunarréttur

  • Einingar3

Í fyrri áfanga verslunarréttar verður gerð grein fyrir grundvallaratriðum lögfræðinnar, en þó sér í lagi undirstöðuatriðum fjármunaréttarins. Stjórnsýslulögin verða tekin til umfjöllunar með hliðsjón af þeim málsmeðferðarreglum sem gilda um ýmsar leyfisveitingar hins opinbera. Þá verður vikið að þeim réttarreglum…

Í fyrri áfanga verslunarréttar verður gerð grein fyrir grundvallaratriðum lögfræðinnar, en þó sér í lagi undirstöðuatriðum fjármunaréttarins. Stjórnsýslulögin verða tekin til umfjöllunar með hliðsjón af þeim málsmeðferðarreglum sem gilda um ýmsar leyfisveitingar hins opinbera. Þá verður vikið að þeim réttarreglum sem fjalla um verslun og viðskipti, þ.e. í lausafjárkaupum, neytendakaupum og þjónustukaupum. Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu verða tekin til umfjöllunar og einnig samkeppnislög. Fjallað verður um rafræn viðskipti og hugverka- og aukennarétt, þar með talið þær reglur sem gilda um vörumerki. Samningar verða einnig til umfjöllunar og sömuleiðis umboð og ógildir löggerningar.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Grundvallarhugtökum lögfræðinnar.

  • Undirstöðuatriðum fjármunaréttar.

  • Þeim reglum sem stjórnvald þarf að fylgja þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir.

  • Lagareglum um lausafjárkaup, neytendakaup og þjónustukaup.

  • Lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

  • Undirstöðuatriðum samkeppnislaga.

  • Því helsta er varðar hugverka- og auðkennarétt.

  • Þeim grundvallarreglum er gilda um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita ýmsum lykilhugtökum lögfræðinnar, sér í lagi er varða verslun og viðskipti.

  • Sækja um leyfi til stjórnvalda, svo sem ferðaskrifstofuleyfi, byggingarleyfi eða áfengisleyfi og hvaða kæruleiðir standa til boða ef stjórnvald synjar umsækjanda um leyfi.

  • Leysa úr ágreiningsefnum sem koma upp í viðskiptum milli aðila.

  • Standa að gerð auglýsinga og kynningarefnis þannig að sæmræmist lögum.

  • Skilja reglur samningaréttarins, þar með talið hæfi til samningagerðar.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Leysa ýmis lögfræðileg álitaefni sem upp kunna að koma í rekstri fyrirtækis.

  • Beita gagnrýninni og skapandi hugsun við úrlausn þeirra.

  • Verða sér úti um ýmis leyfi sem tengjast atvinnurekstri og þekkja þær málsmeðferðarreglur sem stjórnvald þar að hafa í heiðri við veitingu leyfa.

  • Þekkja sömuleiðis kæruleiðir.

  • Standa við verðmerkingu svo samræmist lögum.

  • Útbúa umboð og einfalda samninga.