LÖGF3GB02

Verslunarréttur

  • Einingar2

Þessi áfangi er framhald af LÖGF2GA03 og áfram verður fjallað um þær réttarreglur sem gilda í verslun og viðskiptum. Kröfuréttur verðru til umfjöllunar, þar með talið reglur sem gilda um viðskiptabréf, veðsetningar og vanskil. Fjallað verður um félagaform í atvinnurekstri,…

Þessi áfangi er framhald af LÖGF2GA03 og áfram verður fjallað um þær réttarreglur sem gilda í verslun og viðskiptum. Kröfuréttur verðru til umfjöllunar, þar með talið reglur sem gilda um viðskiptabréf, veðsetningar og vanskil. Fjallað verður um félagaform í atvinnurekstri, sér í lagi hlutafélög og einkahlutafélög. Skattar á atvinnurekstur verða teknir fyrir, fjallað um aðila vinnumarkaðarins, réttindi þeirra og skyldur og um lífeyrissjóði. Þá er fjallað um reglur skaðabótarréttarins og vátryggingar í atvinnurekstri.

LÖGF2GA03.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu undirstöðuatriðum kröfuréttar og viðskiptabréfareglum.

  • Grundvallaratriðum er varða veðrétt, vexti og verðtryggingu.

     

  • Afleiðingum vanskila.

  • Ólíkum félagaformum og helstu reglum sem gilda um hlutafélög og einkahlutafélög.

  • Þekkja helstu skatta sem lagðir eru á atvinnurekstur.

  • Vinnumarkaðnum, gildi kjarasamninga og starfsemi stéttafélaga og félaga vinnuveitenda.

  • Réttindum og skyldum aðila vinnumarkaðarins.

  • Þeim skaðabótareglum sem huga þarf að í atvinnurekstri.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita ýmsum lykilhugtökum lögfræðinnar, sér í lagi er varða verslun og viðskipti.

  • Skilja meginreglur samningaréttarins, þar með talið hæfi til samningsgerðar.

  • Átta sig á mögulegum anmörkum samninga sem geta valdið því að þeir verði ógildir.

  • Skilja þær meginreglur sem gilda um skuldabréf og ábyrgðir.

  • Átta sig á þeim meginreglum er gilda um vanskil, vexti og verðtryggingu.

  • Þekkja þær meginrelgur er gilda um bókhald félaga.

  • Standa að réttum skattskilum lögaðila.

  • Skilja þær meginreglur sem gilda á vinnumarkaði, um vinnutíma, yfirvinnu, orlof o.s.frv.

  • Skilja inntak vinnuveitendaábyrgðar og annarra skaðabótareglna.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Útbúa einfalda samninga og meta hæfi manna til samningagerðar.

  • Semja umboðsskjöl.

  • Útbúa samningsskilmála.

  • Standa að innheimtu krafna.

  • Stofna hlutafélag eða einkahlutafélag og halda aðalfund, hluthafafund og stjórnarfund í slíku félagi.

  • Fylgja ákvæðum kjarasamnings.

  • Standa að ráðningu starfsmanns og uppsögn.

  • Forðast mögulegt tjón á vinnustað sem valdið getur skaðabótaábyrgð vinnuveitanda.