LOKA2FN07

Lokaverkefni fagnáms verslunar og þjónustu

  • Einingar7

Áfanginn er lokaáfangi námsins þar sem markmiðið er að nemandi samþætti nám sitt og þekkingu á vinnustað. Í áfanganum vinna nemendur verkefni sem felur í sér samþættingu þeirra þekkingar og færni sem nemandinn hefur aflað sér í námi sínu bæði…

Áfanginn er lokaáfangi námsins þar sem markmiðið er að nemandi samþætti nám sitt og þekkingu á vinnustað. Í áfanganum vinna nemendur verkefni sem felur í sér samþættingu þeirra þekkingar og færni sem nemandinn hefur aflað sér í námi sínu bæði í bóklegum áföngum sem og vinnustaðanámi. Í lokaverkefninu ígrunda nemendur vel vinnustað sinn og finni tækifæri sem felast innan fyrirtækisins í nýsköpun eða þróun á vöru og/eða þjónustu. Nemendur nýta alhliða þekkingu sína, úr námi og starfi, til útfærslu hugmyndar sinnar. Áhersla er lögð á að nemendur tengi hugmynd sína við hugtakið sjálfbærni og samspili þess við samfélag, umhverfi og stefnu vinnustaðar. Verkefnið getur verið einstaklingsverkefni sem og paraverkefni. Nemandi velur sér viðfangsefni og skipuleggur í samráði við kennara sinn og leiðbeinanda á vinnustaðnum. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, skapandi hugmyndavinnu og frumkvöðlavitund. Lokaverkefnum lýkur með kynningu eða sýningu.

Áfanginn er símatsáfangi.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Sjálfstæðri og markvissri vinnu við að þróa eigin hugmyndir á sjálfbæran og skapandi hátt.

  • Hvernig beitt er fjölbreyttum aðferðum og faglegum vinnubrögðum við hugmyndavinnu.

  • Mikilvægi áætlanagerðar og tímastjórnunar.

  • Mikilvægi gagnrýninnar ígrundunar til eigin verka og vinnustaðarins.

  • Sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.

  • Hvernig verkáætlun er sett upp og henni framfylgt innan ákveðins tímaramma.

  • Mikilvægi samvinnu og samstarfs mikilvægi hugmyndavinnu.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Vinna markvisst frá hugmynd til afurðar.

  • Útskýra hugmyndir sínar, áætlanir og vinnuferli.

  • Velja aðferðir og vinnubrögð sem henta verkefninu.

  • Kynna eigin niðurstöður fyrir öðrum.

  • Ræða niðurstöður sínar á gagnrýndan hátt.

  • Sýna frumkvæði og skapandi nálgun.

  • Beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verkefnisins.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Greina möguleika nýsköpunar og þróunar á vinnustað.

  • Nýta þekkingu sína til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í hugmyndavinnu og útfærslu með sjálfbærni og sköpun að leiðarljósi.

  • Fjalla um og rökstyðja eigin hugmynd og vinnubrögð.

  • Þróa hugmyndir og stýra verkefnum.

  • Greina, tjá sig um og meta eigin verkefni og annarra af þekkingu, víðsýni og virðingu.

  • Átta sig á viðri verkefnisins og menntunar sinnar fyrri samfélag og atvinnulíf.

  • Efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína.

  • Beita skapandi og lausnamiðaðri hugsun við nám og störf.