LOKA3LS05

Listasmiðjan

  • Einingar5

Áfanginn er unninn á síðasta námsári. Nemandi velur sér viðfangsefni og skipuleggur í samráði við leiðbeinanda. Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, s.s. í formi myndverks, gjörnings, leikþáttar, sýningar. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð.…

  • Áfanginn er unninn á síðasta námsári.
  • Nemandi velur sér viðfangsefni og skipuleggur í samráði við leiðbeinanda.
  • Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, s.s. í formi myndverks, gjörnings, leikþáttar, sýningar.
  • Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð. Nemendur setja sér markmið og bera ábyrgð á því að skipuleggja vinnu sína.
  • Gert er ráð fyrir að nemandi velji efni tengt sínu sviði . Afrakstur allra lokaverkefna er kynnt í málstofu í lok annar sem er opin fyrir nærsamfélagið.
  • Áfanginn gefur möguleika á þverfaglegu samstarfi.
  • Miðað er við að nemendur vinni lokaáfangann sem einstaklingsverkefni þótt þeir geti óskað eftir að gera það tveir og tveir saman.
  • Hafi nemendur hug á að vinna í fjölmennari hópum þarf að rökstyðja það sérstaklega og lýsa fyrirfram hlutverki og vinnuframlagi hvers og eins.
  • Með áfanganum er lögð áhersla á að virkja sköpunarkraft nemenda og skapa námsvettvang þar sem tækifæri gefst fyrir nemendur til að taka frumkvæði og ábyrgð.
  • Með áfanga sem þessum verða nemendur sjálfstæðari, virkari og þar með ábyrgari einstaklingar.

Námsmat byggir á ástundun nemenda og virkni í tímum sem og lokaverkefni í áfanganum sem er frá hugmynd til afurðar . Nemendur skila af sér skýrslu sem inniheldur ferli vinnunnar

Forkröfur að nemandi hafi lokið a.m.k. 10 einingum í listgreinum, hafi þekkingu á listasögu ásamt menningarfræði þar sem fjallað er um þátt lista í menningarlegu samhengi.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Mikilvægi gagnrýnnar og skapandi lausnarhugsunar.

  • Hugsunarferlinu frá hugmynd til listrænnar sköpunar, eigin sköpunarkrafti.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt.

  • Skapa og þróa verk út frá gefnum forsendum, frá frumhugmynd til endanlegrar afurðar í leikverki, prótótýpu eða listaverki.

  • Skipuleggja verkefni með ábyrgum og sjálfstæðum hætti.

  • Sýna frumkvæði og skapandi nálgun.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Þróa hugmyndir og sýna sjálfstæði, áræðni og innsæi við útfærslu þeirra og túlkun.

  • Greina, tjá sig um og meta eigin verkefni og annarra af þekkingu, víðsýni og virðingu.

  • Standa að sýningu/viðburði og miðla þar verkefnum sínum.

  • Sýna ábyrgð og frumkvæði og beita gagnrýnni hugsun.

  • Taka þátt í umræðum og koma skoðunum sínum og hugsunum á framfæri með fjölbreyttum aðferðum.

  • Miðla eigin hugmyndum og skoðunum.