NÁT113

Nát113 er kennd í 3. bekk (á 1. ári). Fjallað er um kortagerð, stjörnufræði, jarðsögu, innræn öfl, innri gerð jarðar, landrekskenninguna, útræn öfl, jarðefni, vatnsorku og jarðvarma á Íslandi.

Nát113 er kennd í 3. bekk (á 1. ári). Fjallað er um kortagerð, stjörnufræði, jarðsögu, innræn öfl, innri gerð jarðar, landrekskenninguna, útræn öfl, jarðefni, vatnsorku og jarðvarma á Íslandi.

Skriflegt lokapróf í lok annar gildir 70%. Áfangapróf, heimaverkefni o.fl. gilda 30%. Til að vinnueinkunn reiknist inn í lokaeinkunn þarf nemandi að hafa leyst 45% lokaprófsins rétt.

  • Meginmarkmið áfangans er að nemendur fái heildarsýn yfir hin helstu svið náttúruvísinda, svo sem kortagerð, stjörnufræði, útræn- og innræn öfl sem móta jarðskorpuna, haffræði, veðurfræði og hagnýta jarðefna- og jarðeðlisfræði. · að nemendur kynnist hugmyndum náttúruvísinda, aðferðafræði náttúrufræðinga og umhverfissiðfræðinni eins og hún er kynnt í dag. · að nemendur fái innsýn í grundvallaratriði kortagerðar og teiknun þversniða. · að nemendur kynnist helstu atriðum í stjörnufræði og þeim plánetum sem finnast í sólkerfi okkar. · að nemendur viti gróflega hver uppruni og aldur jarðar er – þekki hinar helstu jarðsögulegu breytingar sem átt hafa sér stað auk þess sem þeir skilji lagskiptingu jarðar til hlítar. · að nemendur þekki innrænu öflin og kannist við hugtökin: heitir reitir, flekarek, flekaskil, og uppruna jarðvarmans. · að nemendur viti hverjir eru helstu orkugjafar heimsins – uppruni – nýting – gróðurhúsaáhrif – ósoneyðing og förgun úrgangs (kjarnorka). · að nemendur þekki útrænu öflin, hringrás vatnsins og myndun og áhrif grunnvatns á jarðskorpuna. · að nemendur átti sig á mismunandi gæðum jarðefna og rannsóknum á því sviði. · að nemendur skilji vel nýtingu jarðefna fyrr á öldum. Þekki vel hagnýt jarðefni í dag. Hvernig efnistaka og friðlýst svæði eru skipulögð og notkun jarðefna til mannvirkjagerðar. · að nemendur kunni skil á veðurfarslegum og landfræðilegum forsendum vatnsaflsvirkjana, eftirspurn, verðlagningu og hagkvæmni. · að nemendur kunni skil á hugtökunum stíflur, miðlunarlón, veitur og rennslismælingar. · að nemendur skilji hvað felst í mati á umhverfisáhrifum. Umhverfisáhrif vatnsaflsvirkjana, flutningskerfi raforkunnar og sjónræn áhrif virkjana.

  • Kennslan fer að mestu leyti fram í fyrirlestraformi. Kennslustundir eru þrjár á viku. Tekið er jólapróf og vorpróf og að auki eru fjögur skyndipróf lögð fyrir nemendur á skólaárinu. Nemendur vinna verkefni úr hverjum kafla og skila til kennara. Einkunnir eru gefnar fyrir þá vinnu. Umræður og vinna á verkefnum í tímum er einnig stór þáttur í kennslunni. Kennslan er mjög þemabundin og nálgun á viðfangsefninu tengist manninum og gjörðum hans.

  • Kort og kortagerð, Sólkerfið og alheimurinn, innræn öfl, innri gerð jarðar, jarðskorpuflekar, landrek, bergtegundir, Ísland og landrekið, útræn öfl, jarðsagan, hagnýt jarðefni á Íslandi, vatnorka og jarðvarmi.