REK103

Farið er yfir grunnatriði í rekstrarhagfræði. Nemendum er gerð grein fyrir kostnaði, tekjum og afkomu. Núllpunkts- og framlegðarútreikningar ásamt einfaldri áætlanagerð tekur svo við ásamt því að reikna út kostnaðarverð vara og markaðsverð út frá framboðs- og eftirspurnarjöfnum. Þá er…

Farið er yfir grunnatriði í rekstrarhagfræði. Nemendum er gerð grein fyrir kostnaði, tekjum og afkomu. Núllpunkts- og framlegðarútreikningar ásamt einfaldri áætlanagerð tekur svo við ásamt því að reikna út kostnaðarverð vara og markaðsverð út frá framboðs- og eftirspurnarjöfnum. Þá er farið í einfalda kennitöluútreikningar og túlkun þeirra.

Lokapróf í lok annar 60% – nemandi þarf að ná 4,0 á lokaprófi til að standast áfangann. Annað námsmat 40% sem skiptist þannig: Skyndipróf 20% Kaflapróf 10% Verkefni og ástundun 10%.

  • Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: Grunnhugtökum hagfræðinnar; skorti, vali, fórnarkostnaði, eftirspurn og framboði. Kostnaðar- og tekjuhugtökum. Hagnýtingu áætlanagerðar, kennitölugreiningar og framlegðarútreikninga Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: Reikna út kostnað, tekjur og afkomu. Reikna út núllpunkt og framlegð. Gera einfaldar áætlanir. Reikna út algengar kennitölur. Reikna út markaðsverð vöru út frá framboðs- og eftirspurnarjöfnum. Greina á milli launþega og verktaka Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: Skilja samhengi í rekstri fyrirtækja og mikilvægi áætlanagerðar. Skilja og túlka tölulegar upplýsingar sem varða rekstur fyrirtækja.

  • Kennslan byggist á dæmatímum, verkefnavinnu, auk fyrirlestra og umræðu. Nemendur læra undirstöðuatriði í rekstrarhagfræði sem byggja á áætlanagerð, kostanaðar- og tekjuhugtökum, framboði og eftirspurn. Áfanginn byggist að miklu leyti á dæmum og verkefnum. Nemendur vinna sjálfstætt sem og í hóp.

  • Grunnhugtök hagfræðinnar, val, fórnarkostnaður, skortur, eftirspurn og framboð, kostnaður, tekjur og afkoma, núllpunktur, framlegð, áætlanagerð, kennitöluútreikningar, launþegar vs. verktakar. Kostnaðarhugtök, tekjur, núllpunktur, framlegðarútreikningar, rekstraráætlanir og greiðsluáætlanir. Beinn og óbeinn kostnaður. Rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og kennitölur sem túlka ársreikninga