REK313

Í kennslubókinni Economics e. Gregory Mankiw eru lesnir kaflar 14,15,16 og 17 og tilheyrandi efni í verkefnaheftinu. Hverjum kafla í Economics fylgir powerpoint glærusafn á íslensku sem nálgast má á neti skólans. Úrlausn verkefna er stór hluti námskeiðsins.

Í kennslubókinni Economics e. Gregory Mankiw eru lesnir kaflar 14,15,16 og 17 og tilheyrandi efni í verkefnaheftinu. Hverjum kafla í Economics fylgir powerpoint glærusafn á íslensku sem nálgast má á neti skólans. Úrlausn verkefna er stór hluti námskeiðsins.

Lokapróf gildir 70%, 2 skyndipróf gilda 10% hvort og annað námsmat 10%.

  • Að nemendur öðlist haldgóða þekkingu á mismunandi markaðsformum og geti leyst hámörkunar- og lágmörkunarvandamál við mismunandi tekju- og kostnaðarskilyrði.

  • Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og dæmatíma.

  • Samkeppnimarkaðir, fullkomin samkeppni, jaðartekjur, jaðarkostnaður, breytilegur-,stiglækkandi, stighækkandi, hlutfallslegur kostnaður, afraksturslögmálið. Hámörkun tekna, lágmörkun kostnaðar, 0 punktur, hagkvæmasta magn og verð við mismunandi markaðsskilyrði. Framboð fyrirtækja til skamms-og langs tíma. Stöðvun fyrirtækis til skamms tíma og lokun fyrirtækis. Jafnvægi/ójafnvægisástand á fullkomnum markaði, bókhaldslegur/hagfræðilegur hagnaður. Einokun, ástæður einokunar, neytenda- og framleiðendaábati, velferðartap (kostnaður þjóðfélags v/einokunar, samkeppnislög, verðaðgreining, mismunandi leiðir við skiptingu markaðar m.t.t. verðaðgreiningar, fákeppni, samtök framleiðenda, samvinna á markaði. Leikjafræði, Nash-lausn, ríkjandi leikáætlun. Einkasölusamkeppni.