SAG103

Námið fer fram í fyrirlestrum, vinnu nemenda með ýmis konar heimildir og ólíkri framsetningu efnis. Nemendur geti nálgast, notað og túlkað mismunandi heimildir.

Námið fer fram í fyrirlestrum, vinnu nemenda með ýmis konar heimildir og ólíkri framsetningu efnis. Nemendur geti nálgast, notað og túlkað mismunandi heimildir.

Lokaeinkunnin skiptist í tvo hluta. Annars vegar lokaprófið sem gildir 50% og hins vegar skyndipróf, verkefni, ástundun og frammistöðu í tímum sem gildir 50%. Lágmarkseinkunn á lokaprófi til að standast áfangann er 4,0 án námundunar. Lágmarkslokaeinkunn (vegið meðaltal lokaprófs og vinnueinkunnar) er 5,0 (sbr. skólareglur).

  • Nemendur hafi skilning á sögu mannsins frá örófi alda fram á nýöld, þar með menningarríkjum fornaldar, samfélagsháttum miðalda og þjóðfélagsþróun á fyrri hluta nýaldar. Hafi innsýn í heim fornaldar og miðalda, stjórnarhætti, verkmenningu, heimspeki og trúarbrögð, þannig að samhengi og samfella sögunnar sé þeim ljós. Nemendur skilji áhrif ýmissa þátta í menningu fornaldar og miðalda á vestræn þjóðfélög nútímans, þar á meðal vort eigið. Hafi innsýn í sögu lands og þjóðar frá landnámi til 19. aldar. Hafi tilfinningu fyrir og skilning á samhengi í sögu og menningu þjóðarinnar og skilning á ýmsum þáttum í samfélaginu, sem eiga sér rætur í sögu þjóðarinnar og þeim aðstæðum sem hún hefur búið við. Hafi skilning á atvinnuháttum, stjórnarfari, menningu, hugarfari, trúarbrögðum og siðum og sambandi þeirra í aldanna rás. Ennfremur að þeim séu ljós tengsl Íslendinga við aðrar þjóðir, sambúð lands og þjóðar, og áhrif hennar á samfélagshætti, stéttaskiptingu, verkmenningu og hugmyndir. Hafi hæfni til að túlka atburði og þróun á mismunandi tímabilum og kunni að nýta sér texta, kort, myndir og netföng sem geyma sögulega þekkingu. Hafi tilfinningu fyrir daglegu lífi og hugarheimi á mismunandi tímum og geti túlkað hugmyndir og menningarþætti í samhengi við samfélög fyrri alda. Hafi hæfni til að setja fram þekkingu sína og skilning í ræðu og riti, á tölvu og tölvuneti og með öðrum þeim aðferðum sem völ er á.

  • Kennslan byggist á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og verkefnavinnu nemenda. Í fyrirlestrum er nýtt efni reifað, reynt að greina samhengi og atburðarás og hugtök útskýrð, gjarnan með dæmum með tilvísun til samtímans ef tök eru á. Nemendur og kennarar ræða síðan efnið, ýmist með frjálsum hætti eða með því að ræða niðurstöður skipulagðrar verkefnavinnu. Verkefnavinna nemenda skiptist að jafnaði í tvennt; smærri verkefni, ýmist unnin í tímum eða með heimavinnu, þar sem niðurstöður verða ýmist skrifleg skilaverkefni eða til umræðu í tímum og síðan stærri verkefni sem nemendur leysa með heimavinnu, ýmist hver fyrir sig eða í hópum. Niðurstöður eru síðan skriflegar til kennara og/eða að nemendur gera sjálfir grein fyrir þeim í tímum. Notkun myndefnis, til skilningsauka og ólíkrar nálgunar er stór þáttur í kennslunni.

    1. Upphaf grískrar menningar á Krít og í Mýkenu.
    2. Grískir stjórnarhættir. Heimspeki, listir og íþróttir Grikkja. Nemendur vinna verkefni og fá þjálfun í úrvinnslu heimilda.
    3. Goðaheimur Grikkja. Nemendur kynna sér guðina og fjalla um þá í ýmsu formi.
    4. Alexander mikli og hellenisminn. Nemendur ferðast með Alexander og kynnast þeirri menningu sem hann komst í tæri við. Mennig hellenismans og tengsl ólíkra menningarheima er umfjöllunarefnið.
    5. Rómaveldi verður til. Rómaveldi á lýðveldistíma.
    6. Rómaveldi á keisaratíma.
    7. Heimsveldi smábæjarmanns frá Galíleu. Ármiðaldir: upphaf kristinnar Evrópu.
    8. Íslam og múslimar.
    9. Siðaskipti í Evrópu
    10. Endurreisn í Evrópu
    11. Landafundir Evrópumanna. Vísindabylting.
    12. Ríkisvald í Evrópu á nýöld. Ríkisvald í tveimur löndum.
    13. Inngangur. Skynsemi og framfarir. Efasemdir um evrópska siðmenningu. Alræði eða réttarríki.
    14. Alræði eða réttarríki.Uppeldi samfélagsþegna.