SAG303

Í SAG303 er fjallað um Íslands- og mannkynssögu frá síðari hluta 20. aldar og fram til okkar daga, sem og menningarsögu síðustu þriggja alda.

Í SAG303 er fjallað um Íslands- og mannkynssögu frá síðari hluta 20. aldar og fram til okkar daga, sem og menningarsögu síðustu þriggja alda.

Lokaeinkunnin skiptist í tvo hluta. Annars vegar lokaprófið sem gildir 60% og hins vegar skyndipróf, verkefni, ástundun og frammistöðu í tímum sem gildir 40%. Lágmarkseinkunn á lokaprófi til að standast áfangann er 4,5 án námundunar. Lágmarkslokaeinkunn (vegið meðaltal lokaprófs og vinnueinkunnar) er 5,0 (sbr. skólareglur).

  • Að nemendur öðlist þekkingu og skilning á sögu og samfélagsþróun síðustu áratugi og séu færir um að taka þátt í vitrænni umræðu um líklega þróun. Að nemendur skilji áhrif ýmissa þátta í menningu, atvinnuháttum og stjórnmálum á vestræn þjóðfélög nútímans, þar á meðal okkar eigið samfélag. Að nemendur hafi skilning á og glöggt yfirlit yfir helstu stefnur í listum á síðustu öldum. Nánar um markmið sögunnar almennt og áfangamarkmið, bls. 97 – 105 í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Samfélagsgreinar (http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar//nr/307 ).

  • Kennsluaðferðir eru í meginatriðum þrenns konar. Í fyrsta lagi eru fyrirlestrar kennara þar sem námsefnið er reifað og hugtök útskýrð. Þá eru umræður og loks verkefnavinna nemenda; úr námsefninu sjálfu eða öðru sem því tengist.

  • Góðæri á Íslandi og hinum vestræna heimi á 1950 – 1970. Bandaríkin og réttindabarátta blökkumanna. Erfiðleikar á 8. áratugnum. Mismunandi hlutskipti þjóða þriðja heimsins á seinni hluta 20. aldar. Þróun Evrópusamvinnu og vandamál í Evrópu við aldarlok. Bandaríkin 1970 – 2009. 21. öldin og líkleg þróun, nær og fjær. Menning í Evrópu á 17. öld; barokk og rókókó. Upplýsingin og listastefnur 18. og 19. aldar. Listastefnur og menning 20. aldar; fútúrismi, módernismi, expressjónismi og fleira. Búsetuþróun í heiminum á 20. öld. Kvikmyndir og þróun þeirra á 20. öld.