SAGA2MS05

Mannkynssaga 1517-1918 

  • Einingar5

Mannkynssaga frá siðaskiptum til loka fyrri heimsstyrjaldar. Farið verður í afleiðingar siðaskipta, landafundi og heimsvaldastefnu, frönsku byltinguna og Napóleonsstyrjaldirnar, sögu 19. aldar og iðnbyltinguna, þróun stjórnarfars og breytingar sem verða við stofnun nýrra ríkja, og loks aðdraganda, atburði og afleiðingar…

  • Mannkynssaga frá siðaskiptum til loka fyrri heimsstyrjaldar.
  • Farið verður í afleiðingar siðaskipta, landafundi og heimsvaldastefnu, frönsku byltinguna og Napóleonsstyrjaldirnar, sögu 19. aldar og iðnbyltinguna, þróun stjórnarfars og breytingar sem verða við stofnun nýrra ríkja, og loks aðdraganda, atburði og afleiðingar fyrri heimsstyrjaldarinnar.
  • Nemendur kynna sér sjálfir ýmislegt efni sem tiltækt er á netinu og vinna verkefni, þar af a.m.k. eitt stórt hópverkefni.
  • Gert er ráð fyrir að nemendur sæki kennslustundir og taki virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Nokkrum afmörkuðum skeiðum sögunnar með tilliti til ýmissa sviða hennar svo sem: menningar, hugarfars, stjórnmála, einstaklinga, samfélags, tækni og vísinda. 

  • Framþróun í okkar heimshluta síðustu aldir og tengslum hans við aðrar heimsálfur.

  • Fjölbreytileika heimilda. 

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Koma á framfæri þekkingu sinni og skilningi á viðfangsefnum áfangans í ræðu og riti. 

  • Vinna sjálfstætt sem og í hópum að gerð fjölbreyttra heimildaverkefna.

  • Lesa og túlka texta, kort, töflur, gröf og myndir frá mismunandi tímaskeiðum.

  • Meta gildi ólíkra heimilda.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • velta fyrir sér ólíkum sögulegum skýringum, taka þátt í skoðanaskiptum og meta ólík sjónarhorn sögulegra álitamála.

  • Meta söguleg fyrirbæri út frá forsendum hvers tíma og sjá tengsl þeirra við nútíma.

  • Rýna í heimildir, vinna úr þeim og leggja á þær gagnrýnið mat.

  • Beita upplýsingatækni í þekkingarleit sinni.

  • Meta gildi vettvangsskoðunar út frá skynrænum upplifunum.

  • Njóta lista, menningar og samfélagsumræðu og tengja það sögulegri þekkingu sinni.