Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Sálfræði daglegs lífs
Í áfanganum er sálfræðin kynnt sem fræðigrein og farið í valdar stefnur og kenningar. Nemendur fá innsýn í fjölbreytileika sálfræðinnar og kynnast helstu starfssviðum sálfræðinga. Fjallað verður almennt um geðheilbrigði út frá sálfræðilegum kenningum, hvað einkennir góða heilsu og algengustu…
Í áfanganum er sálfræðin kynnt sem fræðigrein og farið í valdar stefnur og kenningar. Nemendur fá innsýn í fjölbreytileika sálfræðinnar og kynnast helstu starfssviðum sálfræðinga. Fjallað verður almennt um geðheilbrigði út frá sálfræðilegum kenningum, hvað einkennir góða heilsu og algengustu geð- og persónuleikaraskanir og meðferðarúrræði við þeim. Nemendur kynnast jákvæðri sálfræði sem fræðigrein, helstu hugtökum og viðfangsefnum og hvernig þeir geta nýtt aðferðir hennar í daglegu lífi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Völdum stefnum og kenningum í sálfræði.
Hversu fjölbreytt fræðigreinin sálfræði er, helstu undirgreinum hennar og starfssviðum sálfræðinga.
Hvað felst í hugtakinu geðheilbrigði og hvaða leiðir eru til að bæta það.
Helstu geð- og persónuleikaröskunum, orsökum þeirra og meðferðum.
Helstu hugtökum og viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa í og skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni sálfræðinnar.
Skoða sína eigin hegðun og hegðun annarra út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar.
Beita þeim leiðum sem stuðla að andlegu heilbrigði og fjallað er um í áfanganum.
Beita upplýsingatækni við þekkingarleit.
Beita gagnrýninni hugsun.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta með einföldum hætti yfirfært sálfræðilega þekkingu á eigin sjálfsmynd.
Tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti.
Afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér.
Beita þekkingu sinni til að efla og verja eigin geðheilsu.
Þekkja eigin styrkleika og setja sér raunhæf markmið.