SÁLF2GR05

Grunnur í sálfræði

  • Einingar5

Áfanginn er grunnáfangi í sálfræði. Nemendur kynnast fræðigreininni sálfræði, eðli hennar, sögu og þróun. Helstu sálfræðistefnur eru kynntar og grunnhugtök greinarinnar skýrð. Starfssvið sálfræðinga verður skoðað sem og hagnýtt gildi sálfræði í daglegu lífi svo sem við nám og mótun…

  • Áfanginn er grunnáfangi í sálfræði.
  • Nemendur kynnast fræðigreininni sálfræði, eðli hennar, sögu og þróun.
  • Helstu sálfræðistefnur eru kynntar og grunnhugtök greinarinnar skýrð.
  • Starfssvið sálfræðinga verður skoðað sem og hagnýtt gildi sálfræði í daglegu lífi svo sem við nám og mótun hegðunar.
  • Fjallað er um samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga, sjálfsmynd, mannleg samskipti, þróun náinna sambanda og almennt um mannlegt eðli.
  • Loks eru helstu rannsóknaraðferðir kynntar.
  • Kennslan er með fjölbreyttu sniði, fyrirlestrar kennara og nemenda, umræður og verkefni.
  • Áhersla verður lögð á að nemendur þekki helstu rannsóknaraðferðir sálfræðinnar og þjálfist í vísindalegri hugsun og vinnubrögðum með því að framkvæma einfalda tilraun og skrifa skýrslu um niðurstöður samkvæmt viðurkenndum reglum.

Námsmat er tvíþætt, gefin er vinnueinkunn sem gildir til helminga á móti lokaprófseinkunn.

FÉLA1IS05 (FÉL103).

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Þróun sálfræðinnar sem fræðigreinar.

  • Grundvallarkenningum sálfræðinnar.

  • Hagnýtu gildi sálfræðinnar í daglegu lífi.

  • Helstu leiðum sálfræðinnar til að útskýra hugsun, hegðun og tilfinningar einstaklinga.

  • Helstu mótunaröflum einstaklinga og hópa.

  • Vísindalegum vinnubrögðum greinarinnar.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lesa og skilja helstu hugmyndastefnur sálfræðinnar.

  • Beita hugtökum sálfræðinnar.

  • Skoða eigin hegðun, hugsun og tilfinningar út frá hugmyndum sálfræðinnar.

  • Skoða hegðun, hugsun og tilfinningar annarra út frá hugmyndum sálfræðinnar.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Gera sér grein fyrir mótandi áhrifum umhverfisins á einstaklinginn.

  • Skilja samspil hegðunar, hugsunar og tilfinninga.

  • Geta yfirfært sálfræðilega þekkingu sína yfir á eigin sjálfsmynd.

  • Geta tjáð sig á skipulagðan og gagnrýninn máta um sálfræðileg efni.

  • Framkvæma einfalda rannsókn og rýna í helstu niðurstöður.