SAMS1SF03

Þjónusta og samskipti

  • Einingar3

Markmið áfangans er að nemendur tileinki sér aðferðir til þess að stuðla að auknu sjálftrausti og læri aðferðir til þess að vaxa í starfi sem sölumenn. Nemendur læra ýmsar aðferðir til þess að efla sjálfstraust og kynnast helstu aðferðum jákvæðrar…

Markmið áfangans er að nemendur tileinki sér aðferðir til þess að stuðla að auknu sjálftrausti og læri aðferðir til þess að vaxa í starfi sem sölumenn. Nemendur læra ýmsar aðferðir til þess að efla sjálfstraust og kynnast helstu aðferðum jákvæðrar sálfræði. Nemendur setja sér persónuleg markmið sem stuðla að vexti í náminu og undirbúa þá fyrir störf í sölu og þjónustu. Nemendur velta fyrir sér hvað það er sem hefur mest áhrif á sjálfstraust okkar eins og t.d. hugarfar, viðhorf og sjálfstyrkjandi hugsanir. Einnig hvað á að varast eins og t.d. að forðast hugsanagildrur. Nemendur hitta kennara námskeiðsins í markþjálfunarviðtali við upphaf námskeiðsins þar sem þeir skoða sett markmið í fyrri áfanga og setja sér nýtt markmið sem þeir ætla að vinna að gegnum námskeiðið.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Aðferðum til þess að efla sjálfsöryggi.

  • Helstu aðferðum markþjálfunar.

  • Helstu aðferðum jákvæðrar sálfræði.

  • Á SMART-líkaninu.

  • Spurningatækni.

  • Mikilvægi þess að mynda traust.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Koma fram af öryggi.

  • Beita árangursríkri sölutækni.

  • Snúa neikvæðum samskiptum yfir í jákvæð.

  • Setja sér markmið.

  • Beita spurningatækni.

  • Að hafa áhrif.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Að þekkja sig og kosti sína.

  • Mynda traust.

  • Tjá sig á skilvirkan hátt.

  • Auka sölu.

  • Tileinka sér jákvætt hugafar.

  • Forðast hugsanagildrur.

  • Setja sér markmið út frá SMART-líkaninu.