SPÆ103

Nemendum er kynnt tungumálið, þeir byggja upp grunnorðaforða sinn og læra helstu framburðarreglur. Einnig læra þeir að búa til einfaldar setningar þannig að þeir geti tjá sig um sjálfa sig, áhugamál sín, fjölskyldu sína og nánasta umhverfi. Orðaforði, tal og…

Nemendum er kynnt tungumálið, þeir byggja upp grunnorðaforða sinn og læra helstu framburðarreglur. Einnig læra þeir að búa til einfaldar setningar þannig að þeir geti tjá sig um sjálfa sig, áhugamál sín, fjölskyldu sína og nánasta umhverfi. Orðaforði, tal og hlustun eru þjálfuð með því að hlusta, endurtaka, lesa upphátt og æfa framburð. Til glöggvunar á málfræði og setningagerð, lesa nemendur samtöl í viðkomandi kafla, gera skriflegar og gagnvirkar æfingar og verkefni. Í hverjum kafla er sagt frá menningu, sögu og siðum frá Spánni og Rómönsku Ameríku. Á meðan á kennslu stendur fá nemendur ýmiskonar verkefni og í lok hvers kafla eru nemendur látnir gera verkefni á moodle, úr lesbók, vinnubók og verkefni frá kennara.

Nemendur skila heimaverkefnum og taka kaflapróf, hlustunarpróf og munnleg próf í lok annar. Þeir munu vinna ýmis verkefni á Moodle og eru þau metin til vinnueinkunnar. Ástundun og virkni nemenda verður einnig metin sem og safnmappa sem þeir vinna á önninni. Í lok annar er lokapróf þar sem lesskilningur, ritfærni og málfræði er metin. Vægi hvers þáttar vinnueinkunnar er mismunandi eftir árum og kynnir kennari nemendum í upphafi hverrar annar hvað hver þáttur vegur mikið af lokaeinkunn. Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn 4,5 á lokaprófi til að vinnueinkunn gildi.

  • Að nemendur: kunni skil á helstu reglum um áherslur í spænsku, læri framburðarreglur og æfi framburð. Læri grundvallaratriði í málfræði. Byggi upp orðaforða sem nægi til að lýsa daglegu lífi sínu og fjölskyldu sinnar. Skilji einfaldar setningar, skilji texta námsefnisins og vinni einföld verkefni því tengd. Geti tekið þátt í einföldum samræðum og svarað einföldum spurningum. Geti kynnt sig og sagt lítillega frá eigin högum. Geti skrifað einfaldan texta um sjálfa sig. Viti hvar í heiminum spænska er töluð og byrji að kynnast helstu menningarþáttum spænskumælandi landa og noti meðal annars Internetið til þess.