SPÆN2SD05

Spænska D, fjórði áfangi

  • Einingar5

Haldið verður áfram þaðan sem frá var horfið í áfanganum á undan. Lokið verður yfirferð allra helstu grundvallaratriða spænskrar málfræði. Nemendur verða áfram æfðir í hlustun og ritun og meiri áhersla verður lögð á lesskilning. Nemendur munu rita texta sem…

  • Haldið verður áfram þaðan sem frá var horfið í áfanganum á undan.
  • Lokið verður yfirferð allra helstu grundvallaratriða spænskrar málfræði.
  • Nemendur verða áfram æfðir í hlustun og ritun og meiri áhersla verður lögð á lesskilning.
  • Nemendur munu rita texta sem tengjast efni áfangans. Lesnar verða smásögur og verkefni verða unnin.
  • Orðaforði, tal og hlustun eru þjálfuð með því að lesa léttlestrarbók, hlusta á efni á á kennsluvefnum moodle og þjálfa færni í tali.
  • Við námið er notast við hljóðglærur, myndskeið, talað mál og tónlist, internetið, gagnvirkar æfingar og gagnvirk próf.
  • Áfanginn er á hæfniþrepi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.

Í lok áfangans er skriflegt og munnlegt próf sem gildir á móti ýmis konar vinnu; greinaskrifum, örsögum, stuttmyndum og leikritum. Í lok hvers kafla munu nemendur gera gagnvirkar æfingar á kennsluvefnum Moodle og úr vinnubók. Skriflega lokaprófið samanstendur af: ritun, lesskilningi, málfræði- og orðaforðaæfingum.

Spæn1SC05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans.

  • Helstu grundvallarþáttum í uppbyggingu málkerfisins.

  • Ýmsum almennum aðstæðum í daglegu lífi, menningu og siðum á Spáni og í Rómönsku Ameríku og í öðrum spænskumælandi löndum.

  • Útbreiðslu spænskunnar ásamt ólíkum venjum, siðum, staðháttum og menningu spænskumælandi landa.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Skilja talað mál um kunnugleg efni og greina aðalatriði í fjöl- og myndmiðlum þegar fjallað er um afmörkuð málefni.

  • Lesa margskonar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni.

  • Taka þátt í og tjá sig í samræðum um fyrirfram ákveðið efni sem hann hefur þekkingu og áhuga á.

  • Skrifa styttri samfellda texta um efni sem hann þekkir, draga ályktanir og tjá eigin skoðanir og nota viðeigandi málfar.

  • Nota upplýsingatækni og hjálpargögn.