STÆ203

Lagður er grunnur að skilningi nemandans á rauntalnakerfinu. Áframhaldandi þjálfun í lausn jafna. Velda- og rótarreikningur . Margliður skilgreindar og ýmsar aðgerðir á þeim. Tvívíða hnitakerfið, jafna beinnar línu ásamt jöfnu fleygboga. Annars stigs margliður eru leystar og almenn formúla…

Lagður er grunnur að skilningi nemandans á rauntalnakerfinu. Áframhaldandi þjálfun í lausn jafna. Velda- og rótarreikningur . Margliður skilgreindar og ýmsar aðgerðir á þeim. Tvívíða hnitakerfið, jafna beinnar línu ásamt jöfnu fleygboga. Annars stigs margliður eru leystar og almenn formúla leidd út.

Próf í áfanganum í annarlok gildir 75% af lokaeinkunn en 25% lokaeinkunnar byggir á frammistöðu nemenda á önninni þ.m.t. í skyndiprófum og örprófum, heimadæmum og ástundun. Próf í annarlok er 120 mínútur. Þar er m.a. prófað í fræðilegu efni. Takið eftir : Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,0 (ekki upphækkað) í einkunn á lokaprófinu og a.m.k. 5,0 (upphækkað) í lokaeinkunn til að standast áfangann.

  • Að nemendur: Hafi fullt vald á bókstafareikningi. Þekki til útreikninga með margliðum og þá sérstaklega öllu sem viðkemur 2. stigs margliðum. Hafi velda- og rótarreglur á valdi sínu. Þekki aðferðir til að leysa annarsstigs jöfnur. Þekki tvívítt hnitakerfi og geti teikna ferla 1. og 2. stig margliða. Þekki hugtakið fall og skilgreiningar- og myndmengi þeirra.

  • Mengi og mengjaaðgerðir. Frumtölur, heiltölureikningur, lotutugabrot og brotabrot. Talnalínan, algildi og biltákn. Liðun og þáttun, brotareikningur. Jöfnur, annars stigs jöfnur, algildisjöfnur, línulegar ójöfnur. Velda- og rótarreglur, brotin veldi. Margliður, skilgreining, deiling margliða, núllstöðvar margliðar, formerki margliða. Hnitakerfið, jafna beinnar línu. Jafna fleygboga, topppunktar, skurðpunktar milli ferla. Föll, skilgreiningar- og myndmengi.