STÆ313

Fjallað er um undirstöðuatriði rökfræðinnar og síðan eru kynnt til sögunnar samantektir og umraðanir sem koma þónokkuð við sögu í líkindafræði. Hugtakið skilyrt líkindi er kynnt. Í tölfræðihlutanum er unnið með einkennistölur talnasafna og bæði fengist við útrikningar og myndræna…

Fjallað er um undirstöðuatriði rökfræðinnar og síðan eru kynnt til sögunnar samantektir og umraðanir sem koma þónokkuð við sögu í líkindafræði. Hugtakið skilyrt líkindi er kynnt. Í tölfræðihlutanum er unnið með einkennistölur talnasafna og bæði fengist við útrikningar og myndræna framsetningu með hjálp töflureiknis.

Próf í áfanganum í annarlok gildir 75% af lokaeinkunn en 25% lokaeinkunnar byggir á frammistöðu nemenda á önninni þ.m.t. í skyndiprófum og örprófum, heimadæmum og ástundun. Próf í annarlok er 120 mínútur. Þar er m.a. prófað í fræðilegu efni. Takið eftir : Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,0 (ekki upphækkað) í einkunn á lokaprófinu og a.m.k. 5,0 (upphækkað) í lokaeinkunn til að standast áfangann.

  • Að nemendur: Mengi og mengjaaðgerðir. Þekki grunnaðgerðir rökfræðinnar. Summu- og margfeldistáknin. Þekki samantektir og umraðanir og geti notað til að finna líkindi. Þekki skilyrt líkindi og geti gert líkindatré til stuðnings. Geti gert tíðnitöflu og fundið meðaltal og staðalfrávik. Þekki normaldreifingu, z-stig og öryggisbil. Geti sett fram tilgátur og notað normaldreifingu til tilgátuprófana

  • Mengjafræði. Yrðingarökfræði. Gagnasöfn, tíðnitöflur, myndrit. Meðaltal, vegið meðaltal, tíðasta gildi, miðgildi. Staðalfrávik, meðalfrávik, seiling. Líkindareikningur, umraðanir og samantektir. Fylgnihugtakið. Normaldreifingin og tvíliðudreifingin. Öryggismörk, og tilgátuprófanir.