STÆR3BD05

Breiðbogaföll, diffurjöfnur og fylki

  • Einingar5

Efni áfangans er margþætt. Breiðbogaföll, þrepasannanir, tvinntölureikningar, lausnir annars stigs línulegra diffurjafna með rauntölustuðlum, fylkjareikningur og Taylor margliður. Hvern þátt má túlka sem kynningu þannig að nemendur „hafi séð“ efnið þegar á næsta þrep kemur.   

  • Efni áfangans er margþætt.
  • Breiðbogaföll, þrepasannanir, tvinntölureikningar, lausnir annars stigs línulegra diffurjafna með rauntölustuðlum, fylkjareikningur og Taylor margliður.
  • Hvern þátt má túlka sem kynningu þannig að nemendur „hafi séð“ efnið þegar á næsta þrep kemur.  

STÆR3HR05 (STÆ503).

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Breiðbogaföllunum og ýmsum reglum þeim tengdum.  

  • Þrepasönnunum.  

  • Tvinntölum og reikniaðgerðum á þeim.  

  • Fylkjareikningi.  

  • Taylor margliðum.   

  • Annars stigs línulegum diffurjöfnum. 

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Tvinntölureikningi.  

  • Að leysa annars stigs línulegar diffurjöfnur, með rauntölustuðlum, bæði hliðraðar og óhliðraðar.  

  • Að nota þrepun.   

  • Beita fylkjareikningi þar sem við á t.d. við lausn jöfnuhneppa.   

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Sýna skilning á tvinntölum og geta samsvarað þær vigurreikningi í tvívíðu rúmi. 

  • Meðhöndla tvinntölur og geta sýnt öðrum hvernig þær eru uppbyggðar.  

  • Gera sér grein fyrir hvað felst í jöfnu bestu línu.  

  • Gera sér grein fyrir notagildi diffurjafna og í hverju lausn þeirra er fólgin.  

  • Sanna einfaldar reglur með beinni sönnun eða þrepun.