STÆR3DF05

Diffrun og fallafræði

  • Einingar5

Fallahugtakinu eru gerð góð skil svo og ýmsum aðgerðum sem beitt er á föll. Meðal annars eru vísisföll og lograföll kynnt hér. Markgildishugtakið þ.m.t. einhliða markgildi og óeiginleg markgildi er skilgreint. Einnig hallatala við feril falls, diffurkvóti og diffurreglur. Endað…

  • Fallahugtakinu eru gerð góð skil svo og ýmsum aðgerðum sem beitt er á föll.
  • Meðal annars eru vísisföll og lograföll kynnt hér.
  • Markgildishugtakið þ.m.t. einhliða markgildi og óeiginleg markgildi er skilgreint.
  • Einnig hallatala við feril falls, diffurkvóti og diffurreglur.
  • Endað er á fallagreiningu en í henni felst að finna staðbundin útgildi, einhallabil, sveigju ferils o.m.fl.
  • Kennslan fer jöfnum höndum fram með fyrirlestrum kennara og vinnu nemenda.
  • Nemendur vinna ýmist saman eða einir sér.
  • Gerðar eru kröfur um að nemendur vinni verkefni heima og standi skil á þeim annað hvort í kennslustund eða með því að skila verkefnum skriflega.
  • Kennari fer síðan yfir heimaverkefni og nemendur fá endurgjöf.

Byggir á lokaprófi, vinnu í kennslustundum, heimanámi, verkefnum og skyndiprófum.

STÆR2VH05 – (STÆ303).

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Veldis-, rótar- og algildisföllum ásamt ræðum föllum, vísisföllum, 10-logra og náttúrlegum logra.

  • Ýmsum hugtökum og reiknireglum tengdum föllum.

  • Markgildi, samfelldni og aðfellum falla.

  • Snertli, diffurkvóta og diffurreglum.

  • Afleiðum veldisfalla, hornafalla, algildisfallsins, vísisfalla og náttúrlegs lografalls.

  • Staðbundnum útgildum og beygjuskilum.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Kanna feril falla: finna skilgreiningar og myndmengi, diffra föll og finna útgildi og beygjuskil, finna aðfellur og rissa upp feril fallsins.

  • Skeyta saman föllum og finna andhverfur falla.

  • Leysa jöfnur með vísis- og lograföllum.

  • Nota leiða út afleiður falla út fráskilgreiningu á afleiðu.

  • Reikna einföld markgildi og ganga úr skugga um hvort fall af einfaldri gerð sé samfellt og/eða diffranlegt.

  • Reikna einföld markgildi og ganga úr skugga um hvort fall af einfaldri gerð sé samfellt og/eða diffranlegt.

  • Nota skilgreiningar til að sýna fram á ákveðna eiginleika falla.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Geta skráð lausnir sínar skipulega og rökstutt þær.

  • Geta rætt hugmyndir sínar um námsefnið.

  • Geta skilgreint hugtök námsefnisins með nákvæmum hætti.

  • Fylgja og skilja röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni.

  • Rekja sannanir í námsefninu.

  • Greina hvenær röksemdafærsla teljist fullnægjandi.

  • Nota skilgreiningar í röksemdafærslum.

  • Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu.

  • Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa og túlka lausnina.